„Þetta er ekki mín skoðun. Þetta er staðreynd“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. janúar 2019 15:42 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru bæði gestir Kryddsíldarinnar á Stöð 2 á gamlársdag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um umræður um launamál Íslendinga. Bjarni hafði verið spurður í Kryddsíld Stöðvar 2 hvort hann gæti dregið fram lífið á lægstu launum. Bjarni svaraði spurningunni neitandi en spurði í framhaldinu hve margir væru að draga fram lífið á lægsta taxta eingöngu. Bjarni svaraði spurningunni með því að benda á samkvæmt tölum Hagstofunnar væri það 1 prósent af vinnumarkaði sem starfar á 300 þúsund króna lágmarkstaxtanum. Í Facebook-færslunni ítrekar Bjarni að þetta sé ekki sín skoðun heldur staðreynd og vísar í frétt frá Hagstofu Íslands frá því í september í fyrra þar sem bent var á að tæplega helmingur launamanna hefði verið með laun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017. Þar kemur einmitt fram að 1 prósent hafi verið með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Engu að síður sé ég að einstaka talsmenn launþega stíga fram og þykjast ætla að hrekja þennan málflutning. Það er ýmist gert með því að segja það villandi að tala um þessar staðreyndir og hefja svo umræðu um eitthvað allt annað, grunnlaun, raunlaun eða, líkt og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi hefur nú gert, að hafa rangt eftir mér og fella svo dóm um þá vitleysu. Það er rangt sem Vilhjálmur segir að ég hafi haldið því fram að 1% verkafólks tæki laun eftir lægstu launatöxtum,“ skrifar Bjarni. Hann segir að á árinu 2016 hefði Oxford-orðabókin valið „post-truth“ orð ársins en samkvæmt skilgreiningunni er það lýsing á ástandi þegar hlutlægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana. Er þetta stundum kallað eftirsannleikur á íslensku. Telur sannleikann ekki fá nógu mikið vægi Bjarni segir að samfélagsmiðlar hafi óumdeilt hafi töluverð áhrif á þá breytingu sem vísað er til og stöðugt fréttaflóð geri það freistandi að ná athygli með því sem hreyfir við fólki. „Þeir sem vilja tileinka sér þá aðferðarfræði sem þarf vita að sannleikurinn er sjaldnast sá mælikvarði sem mestu skiptir við mótun almenningsálitsins. Það hvort staðhæfingar eru sannar eða ekki skiptir í sjálfu sér engu ef aðrar aðferðir duga til að fá fólk á sitt band – við þær aðstæður víkur sannleikurinn og annað fer að skipta meira máli,“ skrifar Bjarni. Hann bætir við að í upphafi árs sé hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður. „Að við látum vera að deila um staðreyndir – það er nóg annað að taka á um.“ Vilhjálmur telur helming vinnand fólks á lágmarkslaunum Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, ritaði færslu á Facebook í gær þar sem hann sagði að 50 prósent verkafólks væri með laun undir 300 þúsund krónum í dagvinnu. Vitnaði hann þar í gögn frá Hagstofu Íslands. Þarna vitnar í Vilhjálmur í tölur um dagvinnulaun á meðan Bjarni vitnar í tölur um heildarlaun, þar sem meðal annars yfirvinna og álag er reiknað með. Vilhjálmur segir að um helmingur fullvinnandi verkafólks á landsvísu sé á lágmarkslaunum samkvæmt tölum um dagvinnulaun. Alþingi Kjaramál Kryddsíld Tengdar fréttir Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ritað pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um umræður um launamál Íslendinga. Bjarni hafði verið spurður í Kryddsíld Stöðvar 2 hvort hann gæti dregið fram lífið á lægstu launum. Bjarni svaraði spurningunni neitandi en spurði í framhaldinu hve margir væru að draga fram lífið á lægsta taxta eingöngu. Bjarni svaraði spurningunni með því að benda á samkvæmt tölum Hagstofunnar væri það 1 prósent af vinnumarkaði sem starfar á 300 þúsund króna lágmarkstaxtanum. Í Facebook-færslunni ítrekar Bjarni að þetta sé ekki sín skoðun heldur staðreynd og vísar í frétt frá Hagstofu Íslands frá því í september í fyrra þar sem bent var á að tæplega helmingur launamanna hefði verið með laun á bilinu 500 til 800 þúsund krónur á mánuði á árinu 2017. Þar kemur einmitt fram að 1 prósent hafi verið með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. „Engu að síður sé ég að einstaka talsmenn launþega stíga fram og þykjast ætla að hrekja þennan málflutning. Það er ýmist gert með því að segja það villandi að tala um þessar staðreyndir og hefja svo umræðu um eitthvað allt annað, grunnlaun, raunlaun eða, líkt og Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi hefur nú gert, að hafa rangt eftir mér og fella svo dóm um þá vitleysu. Það er rangt sem Vilhjálmur segir að ég hafi haldið því fram að 1% verkafólks tæki laun eftir lægstu launatöxtum,“ skrifar Bjarni. Hann segir að á árinu 2016 hefði Oxford-orðabókin valið „post-truth“ orð ársins en samkvæmt skilgreiningunni er það lýsing á ástandi þegar hlutlægar staðreyndir skipta minna máli í mótun almenningsálitsins en það sem höfðar til tilfinninga og persónulegra skoðana. Er þetta stundum kallað eftirsannleikur á íslensku. Telur sannleikann ekki fá nógu mikið vægi Bjarni segir að samfélagsmiðlar hafi óumdeilt hafi töluverð áhrif á þá breytingu sem vísað er til og stöðugt fréttaflóð geri það freistandi að ná athygli með því sem hreyfir við fólki. „Þeir sem vilja tileinka sér þá aðferðarfræði sem þarf vita að sannleikurinn er sjaldnast sá mælikvarði sem mestu skiptir við mótun almenningsálitsins. Það hvort staðhæfingar eru sannar eða ekki skiptir í sjálfu sér engu ef aðrar aðferðir duga til að fá fólk á sitt band – við þær aðstæður víkur sannleikurinn og annað fer að skipta meira máli,“ skrifar Bjarni. Hann bætir við að í upphafi árs sé hægt að láta sig dreyma um að einn helsti grundvöllur heilbrigðra skoðanaskipta í landinu fái áfram að standa óhaggaður. „Að við látum vera að deila um staðreyndir – það er nóg annað að taka á um.“ Vilhjálmur telur helming vinnand fólks á lágmarkslaunum Vilhjálmur Birgisson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, ritaði færslu á Facebook í gær þar sem hann sagði að 50 prósent verkafólks væri með laun undir 300 þúsund krónum í dagvinnu. Vitnaði hann þar í gögn frá Hagstofu Íslands. Þarna vitnar í Vilhjálmur í tölur um dagvinnulaun á meðan Bjarni vitnar í tölur um heildarlaun, þar sem meðal annars yfirvinna og álag er reiknað með. Vilhjálmur segir að um helmingur fullvinnandi verkafólks á landsvísu sé á lágmarkslaunum samkvæmt tölum um dagvinnulaun.
Alþingi Kjaramál Kryddsíld Tengdar fréttir Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Árið 2018 gert upp í Kryddsíld Hin árlega Kryddsíld verður í beinni útsendingu á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að vanda, í dag. Þátturinn hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 15.45. 31. desember 2018 13:30