„Ég var logandi hrædd við skrímslið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2019 23:23 Depp og Heard í febrúar árið 2016, þremur mánuðum áður en Heard sótti um skilnað. Getty/John Shearer Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi. Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Ný gögn sem miðillinn Hollywood Reporter hefur undir höndum varpa ljósi á hatramma skilnaðardeilu leikaranna Johnny Depp og Amber Heard. Í gögnunum lýsir Heard ofbeldi sem hún segir að Depp hafi beitt sig er þau voru gift. Búist er við því að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði gegn dagblaðinu The Sun í fyrra. Gögnin telja samtals 471 blaðsíðu. Á meðal þess sem þar kemur fram er vitnisburður Heard við skýrslutöku á skrifstofu lögfræðings Depps í ágúst árið 2016, tveimur mánuðum eftir að hún sótti um skilnað. „Við Johnny tölum um hinn persónuleika hans, hluta hans sem er viðstaddur þegar hann lemur mig í klessu, við köllum hann skrímslið og höfum kallað hann skrímslið í mörg ár,“ er m.a. haft eftir Heard. „Ég var logandi hrædd við skrímslið,“ bætti hún við. Sjá einnig: Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Í gögnunum er einnig að finna vitnisburð lögreglumanna sem voru kallaðir að heimili hjónanna í maí árið 2016 eftir að upp úr sauð þeirra á milli. Samkvæmt vitnisburði Heard, sem rakinn er í skjölunum, kastaði Depp síma hennar í hana „eins fast og hann gat“, lamdi hana í andlitið og dró hana á hárinu eftir gólfinu umrætt kvöld í maí. Frásögn Depp af kvöldinu stangast á við þetta en hann heldur því fram að Heard hafi kýlt sig ítrekað í höfuðið. Gert er ráð fyrir að skjölin muni gegna veigamiklu hlutverki í meiðyrðamáli sem Depp höfðaði á hendur breska götublaðinu The Sun vegna fréttar sem birtist í apríl árið 2018. Depp var kallaður ofbeldismaður í fyrirsögn fréttarinnar sem fjallaði um ráðningu hans í hlutverk galdramannsins Grindelwald í Fantastic Beasts-kvikmyndaseríunni. Þá voru ásakanir Heard einnig tíundaðar í umfjöllun blaðsins. Gert er ráð fyrir að aðalmeðferð í málinu fari fram í febrúar næstkomandi.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp MeToo Deilur Johnny Depp og Amber Heard Hollywood Tengdar fréttir Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53 Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14 Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Johnny Depp sagður vera einmana maður á villigötum Prófíllinn sem dreginn er upp af Depp í þessu viðtali er ekki fagur. Hann er illa staddur fjárhagslega og stendur í lögsókn við fyrrverandi viðskiptastjóra sinn. 21. júní 2018 21:53
Lífverðir afar ósáttir við Johnny Depp Segja hann skulda þeim laun og hafa neytt þá til að taka þátt í ólöglegu hátterni. 2. maí 2018 11:14
Svarar fyrir leikaraval í eitt leyndardómsfyllsta hlutverk galdraheimsins Netverjar hafa gagnrýnt leikaravalið á grundvelli þjóðernis leikkonunnar. 28. september 2018 08:39