Aldraðir eiga að borða fitu, prótein og orkuríka fæðu að sögn næringarfræðings Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2019 12:18 Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía. Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vannæring, einmanaleiki og lítil matarinntaka einkennir þennan hóp sjúklinga hér á landi. Doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði næringu þrettán einstaklinga á aldrinum 77 til 93 ára eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Sagt var frá málinu í Fréttablaðinu. Berglind Soffía Blöndal, doktorsnemi í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir einstaklingana borða alltof lítið þegar heim var komið. „Þau eru að borða milli sjö og átta hundruð kalóríur á sólarhring, sem er rúmlega helmingi minna en þau þurfa. Og ofboðslegur einmanaleiki, fann ég fyrir, og svo er náttúrulega þyngdartap sem hélt áfram. Það var að meðaltali kíló á viku.“ Berglind Soffía segir að eftir að heim var komið hafi fólk haft minnkaða matarlyst, fæðuvalið hafi verið rangt. Þeir sem hafi átt erfitt með hreyfingu hafi viljað draga úr neyslu til að spara salernisferðir. Fleira hafi komið til. „Það er oft þannig að þau verða ofsalega glöð þegar þau sjá þyngdartap og halda að það sé jákvætt. Alltaf þegar maður léttist þá er einhver hluti af því vöðvamassi og þar af leiðandi eru vöðvar þeirra að hrörna þegar þau léttast. Það minnkar hreyfifærni og þar af leiðandi er það mjög neikvætt. Þessi hópur ætti ekki að vera að léttast.“Þannig að þetta verður vítahringur? „Alger vítahringur.“ Berglind er í doktorsnámi og ætlar í því að fylgja eftir 200 öldruðum einstaklingum eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans og sjá til þess að þeir borði rétt. „Breyta áherslunum þeirra. Þau hafa alla tíð hlustað á að það eigi að borða meira grænmeti, grænmeti, grænmeti. Það er ekki lengur þegar maður er aldraður.“Hvað á þá að einblína á? „Orkuna, prótín og fitu,“ segir Berglind Soffía.
Félagsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira