Beitt fyndni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun