Beitt fyndni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. janúar 2019 07:00 Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Húmor er beitt vopn sem nýtist einkar vel til að opinbera hina margvíslegu meinsemdir sem leynast í þjóðfélaginu. Nærtækt er að líta til síðasta áramótaskaups þar sem dónakarlar voru afhjúpaðir og gerðir hlægilegir, auk þess sem sá síðasti þeirra var jarðaður við mikla lukku viðstaddra. Þetta var skaup með brýnt erindi, skapað af hópi hæfileikafólks. Þar á meðal var Jón Gnarr sem brá sér fyrirhafnarlítið í fjölmörg hlutverk og túlkaði þau frábærlega, eins og honum er lagið. Hann er sannur listamaður sem hefur lengi glatt þjóð sína, og átti þar að auki sögulegan aukaferil sem einkar farsæll borgarstjóri. Seint verður slíkur maður stimplaður sem auðnuleysingi, hvað þá letingi. Langflestir einstaklingar ættu að geta notið beitts húmors, en um leið verður að viðurkennast að hann er ekki ætíð þægilegur og getur jafnvel valdið óþægindum. Grínistar skjóta í allar áttir því þeim er ekkert heilagt. Þannig á það einmitt að vera. Þeir verða að hafa fullt frelsi til tjáningar en ekki að búa við þær aðstæður að þurfa sífellt að horfa áhyggjufullir um öxl til að athuga hvort þeir séu að valda einhverjum óþægindum eða leiða vegna gríns síns. Í vestrænu nútímasamfélagi hefur tjáningarfrelsi mikið vægi, en í auknum mæli er þó sótt að því. Það er meðal annars gert í krafti þeirrar skoðunar að fólk eigi ekki að þurfa að upplifa eitthvað sem því þyki óþægilegt. Þetta er vel meinandi viðhorf en erfitt í framkvæmd og á alveg sérlega illa við í listsköpun. Þegar kemur að gríni getur það engan veginn gengið upp því þar er afar erfitt að koma í veg fyrir að einhver móðgist, verði sár eða finni fyrir óþægindatilfinningu. Því beittara sem grínið er því líklegra er að viðbrögðin verði á þann veg á einhverjum bæjum. Erlendis hefur nokkuð borið á því að grínistar, sérstaklega uppistandarar, hafi kvartað undan ritskoðunartilburðum. Eitt slíkt mál var áberandi í bresku pressunni fyrir jól. Uppistandari sem koma átti fram í háskóla var beðinn um að undirrita samning um að hann myndi ekki ræða þar efni sem gætu komið einhverjum viðstaddra í uppnám. Uppistandarinn, sem er rússneskur innflytjandi sem gerir gjarnan grín að Rússum og Bretum, harðneitaði og málið komst í fjölmiðla. Sem betur var það ríkjandi skoðun að gengið hefði verið freklega á rétt uppistandarans til tjáningarfrelsis. Þegar um grín er að ræða er ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver móðgist eða reiðist, eins og gerðist til dæmis eftir sýningu á vel heppnuðu áramótaskaupi á gamlárskvöld. Annar vinkill kom svo upp þegar bent var á að beitt atriði sem sneru að kynferðisofbeldi hefðu verið líkleg til að skapa óþægindatilfinningu hjá fórnarlömbum og því hefði verið rétt að vara við þeim fyrirfram. Sú athugasemd lýsir vissulega umhyggju. Það er hins vegar afar vafasamt að taka upp þann sið að biðja fólk um að vara sig á beittum húmor grínista og uppistandara. Mun brýnna er að vernda rétt þeirra til tjáningarfrelsis.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun