Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 12:53 Meðal þeirra sem taka til máls vegna málefna Hringbrautar eru þau Mörður, Þórunn Antónía og Höskuldur Kári. Afar heitar umræður geisa nú í Facebook-hópi sem heitir einfaldlega Vesturbærinn. Tilefni er umferðarslys sem varð á níunda tímanum í morgun og Vísir greindi frá en ekið var á skólastúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Á gatnamótunum eru gönguljós en börn í Vesturbæjarskóla eru meðal þeirra sem nýta ljósin á leið í og úr skóla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var slysið í morgun minniháttar og stúlkan, sem er þrettán ára og var á leið í Hagaskóla, slasaðist ekki alvarlega. Ágreiningur sé um stöðu ljósanna þegar slysið varð. Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það þó ökumannsins sérstaklega að fara gætilega.Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar Ólöf Jakobsdóttir hefur boðað til mótmæla á morgun vegna málsins. „Kæru vinir. Í ljósi þess að slys varð í morgun á Hringbraut höfum við maðurinn minn Jóhannes Tryggvason ákveðið að mótmæla endalausu aðgerðarleysi skóla og skóla og frístundasviðs Reykjavíkur við að koma börnum yfir þessa götu örugglega og munum standa gönguvarðavakt á gönguljósunum við Hringbraut hjá Vesturbæjarskóla milli klukkan 08.00&08.30 í fyrramálið,“ skrifar Ólöf. Ólöf hvetur foreldra til að beina börnum sínum þangað í fyrramálið. „Við verðum í grænu (alltof litlu barna) endurskinsvesti.“ Hún segir þau hjónin hafa búið „KR-megin“ við Hringbraut nú í mörg ár og þegar þeirra elsta barn hóf skólagöngu var skólaskylda í Vesturbæjarskóla. Þannig að ekki var um annað að ræða en fara yfir Hringbraut, sem Vesturbæingar elja ótvírætt að sé stórhættuleg. „Strax þá bað ég um gönguvörð en fékk svarið “þitt barn er á þína ábyrgð”. Seinustu 3 ár hef ég haldið áfram að „bögga“ skólastjórann með þessu og nú seinast 12. des sendi ég mail um þetta mál og endaði mailið á „annars endar þetta illa“ sem það gerði í dag.“ Góður rómur hefur verið gerður vegna ræðu Ólafar og ýmsir hafa boðað komu sína.Guðrún Birna Brynjarsdóttir hyggst boða til íbúafundar.Íbúafundur í undirbúningi Guðrún Birna Brynjarsdóttir vill boða til íbúafundar vegna málefna Hringbrautar. Hún segir í fundarboði: „Kæru nágrannar, það er kominn tími til að gera eitthvað í málefnum Hringbrautarinnar og þeirri hættu sem skapast þar. Ég hef verið með þá hugmynd síðan á síðasta ári að skipuleggja íbúafund og fá viðeigandi aðila á fund með okkur í hverfinu. Ég er eitthvað komin áleiðis í að skipuleggja þetta en væri gott að fá aðstoð frá þeim sem hafa áhuga á að leggja þessu lið. Endilega sendu mér skilaboð ef þú hefur áhuga á að hjálpa til!“Þórunn Antonía segist oft verða vör við fólk aka yfir á rauðu ljósi.Fréttablaðið/AntonÞórunn Antónía segist oft sjá bíla aka yfir á rauðu ljósi Fjölmargir hafa þegar boðið fram krafta sína og boðað komu sína ef af slíkum fundi verður. Þórunn Antónía Magnúsdóttir tónlistarkona lýsir yfir miklum áhyggjum á öðrum þræði í hópnum, sem hún hefur vakið vegna málsins: „Ég get ekki hætt að hugsa um elsku barnið sem varð fyrir bíl á Hringbrautinni í morgunn. Ég verð svo ótrúlega hissa og reið þegar ég sé fullorðið fólk keyra á þessari götu daglega á leið minni með 4 ára stelpunni minni í leikskólann eins og það sé í einhverri keppni. Ég get ekki talið þau skipti sem einhver keyrir yfir á rauðu eða er að tala í símann. Lífið skiptir miklu meira máli heldur en að komast í vinnunni á réttum tíma á met hraða. Ég vona að barnið sé á batavegi,“ skrifar Þórunn Antónía.Höskuldur Kári vill þrengja Hringbraut að hluta eða setja í stokk.FBL/GVAÍbúar krefjast útbóta Á öðrum stað í hópnum fer svo fram heit umræða sem grundvallast á þessu atviki. Þar fullyrða ýmsir að þeir hafi séð bíla aka yfir gangbrautir jafnvel þó rautt ljós sé á gönguljósunum. „Bíllinn fór yfir á rauðu ljósi við Meistaravelli,“ segir Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu. Íbúarnir krefjast úrbóta. Meðal þeirra sem tekur til máls er Vesturbæingurinn og fréttamaðurinn Höskuldur Kári Scram. „Eina sem dugar er að þrengja Hringbraut frá JL-húsinu að Suðurgötu og lækka hámarkshraða. Eða setja hana í stokk.“ Fram kemur að umrædd gatnamót séu hættuleg öllum gangandi vegfarendur, það viti allir sem þar hafa gengið um. „Þau verða svo sturluð á háannatíma,“ segir Unnar Steinn Sigtryggsson. Sem ekki er bjartsýnn á úrbætur: „Það er leiðinlegt að það þurfi alltaf svona atvik til að eitthvað gerist. Maður ætti reyndar ekkert að gefa sér að eitthvað verði gert, þar sem það vita allir hvernig þessi gatnamót eru og að þetta hafi alltaf bara verið tímaspursmál.“Sigríður Björg Tómasdóttir býr í Vesturbænum en upplýsir Kópavogsbúa um daginn og veginn.Hvar eru gangbrautaverðirnir? Unnar Steinn spyr, eins og nokkrir aðrir, hvað hafi orðið um gangbrautaverði sem hann man úr æsku sinni. „Eru þeir orðnir of dýrir í rekstri fyrir Íslenskt samfélag? Það er leiðinlegt.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, tekur undir þetta: „Sigríður Björg Tómasdóttir Það ætti að vera gangbrautavörður þarna á morgnana, ekki spurning. Það er frekar stór hluti barna í Vesturbæjarskóla sem býr sunnan Hringbrautar. Vesturbærinn er eitt búsetusvæði og margir sem flytja yfir Hringbraut og sjá ekki ástæðu til þess að láta börnin skipta um skóla, óþarfa rask ef fólk er ánægt með skólann. Fyrir utan að mörg börn eru með 2 heimili. Held það verði að horfa framhjá því að formlega séð er skólahverfið annað.“ Umræðan fer um víðan völl og Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem leggur orð í belg: „Mjög vont að menn hjóli án ljósa – en það drepur ekki börn.“Uppfært klukkan 15:38 með upplýsingum um að stelpan var á leið í Hagaskóla en ekki Vesturbæjarskóla. Lögreglumál Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Afar heitar umræður geisa nú í Facebook-hópi sem heitir einfaldlega Vesturbærinn. Tilefni er umferðarslys sem varð á níunda tímanum í morgun og Vísir greindi frá en ekið var á skólastúlku við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Á gatnamótunum eru gönguljós en börn í Vesturbæjarskóla eru meðal þeirra sem nýta ljósin á leið í og úr skóla. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var slysið í morgun minniháttar og stúlkan, sem er þrettán ára og var á leið í Hagaskóla, slasaðist ekki alvarlega. Ágreiningur sé um stöðu ljósanna þegar slysið varð. Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það þó ökumannsins sérstaklega að fara gætilega.Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar Ólöf Jakobsdóttir hefur boðað til mótmæla á morgun vegna málsins. „Kæru vinir. Í ljósi þess að slys varð í morgun á Hringbraut höfum við maðurinn minn Jóhannes Tryggvason ákveðið að mótmæla endalausu aðgerðarleysi skóla og skóla og frístundasviðs Reykjavíkur við að koma börnum yfir þessa götu örugglega og munum standa gönguvarðavakt á gönguljósunum við Hringbraut hjá Vesturbæjarskóla milli klukkan 08.00&08.30 í fyrramálið,“ skrifar Ólöf. Ólöf hvetur foreldra til að beina börnum sínum þangað í fyrramálið. „Við verðum í grænu (alltof litlu barna) endurskinsvesti.“ Hún segir þau hjónin hafa búið „KR-megin“ við Hringbraut nú í mörg ár og þegar þeirra elsta barn hóf skólagöngu var skólaskylda í Vesturbæjarskóla. Þannig að ekki var um annað að ræða en fara yfir Hringbraut, sem Vesturbæingar elja ótvírætt að sé stórhættuleg. „Strax þá bað ég um gönguvörð en fékk svarið “þitt barn er á þína ábyrgð”. Seinustu 3 ár hef ég haldið áfram að „bögga“ skólastjórann með þessu og nú seinast 12. des sendi ég mail um þetta mál og endaði mailið á „annars endar þetta illa“ sem það gerði í dag.“ Góður rómur hefur verið gerður vegna ræðu Ólafar og ýmsir hafa boðað komu sína.Guðrún Birna Brynjarsdóttir hyggst boða til íbúafundar.Íbúafundur í undirbúningi Guðrún Birna Brynjarsdóttir vill boða til íbúafundar vegna málefna Hringbrautar. Hún segir í fundarboði: „Kæru nágrannar, það er kominn tími til að gera eitthvað í málefnum Hringbrautarinnar og þeirri hættu sem skapast þar. Ég hef verið með þá hugmynd síðan á síðasta ári að skipuleggja íbúafund og fá viðeigandi aðila á fund með okkur í hverfinu. Ég er eitthvað komin áleiðis í að skipuleggja þetta en væri gott að fá aðstoð frá þeim sem hafa áhuga á að leggja þessu lið. Endilega sendu mér skilaboð ef þú hefur áhuga á að hjálpa til!“Þórunn Antonía segist oft verða vör við fólk aka yfir á rauðu ljósi.Fréttablaðið/AntonÞórunn Antónía segist oft sjá bíla aka yfir á rauðu ljósi Fjölmargir hafa þegar boðið fram krafta sína og boðað komu sína ef af slíkum fundi verður. Þórunn Antónía Magnúsdóttir tónlistarkona lýsir yfir miklum áhyggjum á öðrum þræði í hópnum, sem hún hefur vakið vegna málsins: „Ég get ekki hætt að hugsa um elsku barnið sem varð fyrir bíl á Hringbrautinni í morgunn. Ég verð svo ótrúlega hissa og reið þegar ég sé fullorðið fólk keyra á þessari götu daglega á leið minni með 4 ára stelpunni minni í leikskólann eins og það sé í einhverri keppni. Ég get ekki talið þau skipti sem einhver keyrir yfir á rauðu eða er að tala í símann. Lífið skiptir miklu meira máli heldur en að komast í vinnunni á réttum tíma á met hraða. Ég vona að barnið sé á batavegi,“ skrifar Þórunn Antónía.Höskuldur Kári vill þrengja Hringbraut að hluta eða setja í stokk.FBL/GVAÍbúar krefjast útbóta Á öðrum stað í hópnum fer svo fram heit umræða sem grundvallast á þessu atviki. Þar fullyrða ýmsir að þeir hafi séð bíla aka yfir gangbrautir jafnvel þó rautt ljós sé á gönguljósunum. „Bíllinn fór yfir á rauðu ljósi við Meistaravelli,“ segir Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður á Fréttablaðinu. Íbúarnir krefjast úrbóta. Meðal þeirra sem tekur til máls er Vesturbæingurinn og fréttamaðurinn Höskuldur Kári Scram. „Eina sem dugar er að þrengja Hringbraut frá JL-húsinu að Suðurgötu og lækka hámarkshraða. Eða setja hana í stokk.“ Fram kemur að umrædd gatnamót séu hættuleg öllum gangandi vegfarendur, það viti allir sem þar hafa gengið um. „Þau verða svo sturluð á háannatíma,“ segir Unnar Steinn Sigtryggsson. Sem ekki er bjartsýnn á úrbætur: „Það er leiðinlegt að það þurfi alltaf svona atvik til að eitthvað gerist. Maður ætti reyndar ekkert að gefa sér að eitthvað verði gert, þar sem það vita allir hvernig þessi gatnamót eru og að þetta hafi alltaf bara verið tímaspursmál.“Sigríður Björg Tómasdóttir býr í Vesturbænum en upplýsir Kópavogsbúa um daginn og veginn.Hvar eru gangbrautaverðirnir? Unnar Steinn spyr, eins og nokkrir aðrir, hvað hafi orðið um gangbrautaverði sem hann man úr æsku sinni. „Eru þeir orðnir of dýrir í rekstri fyrir Íslenskt samfélag? Það er leiðinlegt.“ Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, tekur undir þetta: „Sigríður Björg Tómasdóttir Það ætti að vera gangbrautavörður þarna á morgnana, ekki spurning. Það er frekar stór hluti barna í Vesturbæjarskóla sem býr sunnan Hringbrautar. Vesturbærinn er eitt búsetusvæði og margir sem flytja yfir Hringbraut og sjá ekki ástæðu til þess að láta börnin skipta um skóla, óþarfa rask ef fólk er ánægt með skólann. Fyrir utan að mörg börn eru með 2 heimili. Held það verði að horfa framhjá því að formlega séð er skólahverfið annað.“ Umræðan fer um víðan völl og Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem leggur orð í belg: „Mjög vont að menn hjóli án ljósa – en það drepur ekki börn.“Uppfært klukkan 15:38 með upplýsingum um að stelpan var á leið í Hagaskóla en ekki Vesturbæjarskóla.
Lögreglumál Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ekið á barn á Hringbraut Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað. 9. janúar 2019 09:00