Ríkisráð kom saman á Bessastöðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. desember 2018 12:31 Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“ Alþingi Kjaramál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. „Það mun augljóslega reyna á stöðuna á vinnumarkaði. Ég lít þannig á að okkar sameiginlega verkefni sé að ná að vernda þann árangur sem að við höfum náð í hús á undanförnum árum,“ sagði Bjarni Benediktsson fyrir fundinn, spurður um stærstu verkefni ríkisstjórarinnar á nýju ári. Katrín Jakobsdóttir,forsætisráðherra tók í svipaðan streng og nefndi vinnumarkaðsmálin. „Það er líka ljóst að aðstæður eru að breytast í efnahagsmálum. Við erum að sjá hægari vöxt framundan þannig að það skiptir miklu máli núna hvernig við bregðumst við á næstu misserum og tökumst á við það til að tryggja hér áframhaldandi lífskjarabaráttu fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Aðspurð segir hún aðgerðir í loftslagsmálum vera meðal þess sem stóð upp úr á árinu. „Ég hlýt náttúrlega að nefna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem að ég held að hafi verið gríðarlega mikilvægt fyrsta skref sem okkar framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Katrín. Umferðaröryggi og staða vegakerfisins hefur verið áberandi í umræðunni en vinnu vegna nýrrar samgönguáætlunar líkur í janúar, en meira gæti þurft til. „Til þess að ná þeim markmiðum okkar um að fækka slysum þá þurfum við kannski að horfa á fleiri þætti eins og til dæmis hugsanlega lækkun hraða á hættulegustu stöðunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. „Það er eitthvað sem að við höfum verið að vinna að á síðustu vikum og verður vonandi hægt að kynna fljótlega.“
Alþingi Kjaramál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Sjá meira