Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2018 08:30 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Fréttablaðið/Ernir Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent