Það sem skiptir máli Katrín Jakobsdóttir skrifar 24. desember 2018 08:30 Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Minnisstæð er sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna þegar þeir kynntust dauðanum í fyrsta sinn rétt fyrir jól en þá dó Selma, litla systir Lárusar vinar þeirra. Þá skildu þeir bræður að gleðin verður ekki keypt. Lífið er hverfult og getur horfið okkur í einu vetfangi. Og þó að heimur okkar hrynji virðist allt halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á jólunum, þegar á okkur dynja skilaboð um hvað þurfi nauðsynlega til að halda gleðileg jól, verða þessar andstæður enn skýrari og minna okkur á hvað skiptir máli í raun. Í dag þegar við fögnum jólum gefst okkur tækifæri til að ígrunda inntak tilverunnar, bæði fyrir okkur sem saman byggjum íslenskt samfélag og okkur sem manneskjur. Jólin geta verið erfið, ekki síst þeim sem eiga um sárt að binda eða eiga erfitt með að ná endum saman. Þá skiptir máli að við styðjum hvert við annað, hjálpum hvert öðru og munum eftir hinu góða í tilverunni; ljósinu sem sigrast á myrkrinu. Alveg eins og Jón Oddur og Jón Bjarni sem fundu frið og gleði jólanæturinnar þrátt fyrir sorgina. Við sem störfum á vettvangi stjórnmálanna vitum að margt er hægt að gera betur í íslensku samfélagi og verkefnin sem blasa við okkur virðast stundum ótæmandi. Í alþjóðlegu samhengi er íslenskt samfélag gott samkvæmt hlutlægum mælikvörðum: við erum friðsöm þjóð, jöfnuður er mikill, við höfum smám saman lært að nýta auðlindir okkar með sjálfbærari hætti, jafnrétti kynjanna er meira hér en víðast hvar, lýðræðisleg þátttaka er mikil, aðgengi að heilbrigðiskerfi og menntun er gott og við njótum þess að eiga hreint vatn og einstaka náttúru. Okkar verkefni er að halda áfram á sömu braut, takast á við verkefnin og bæta samfélagið þannig að við öll fáum tækifæri til að blómstra. Þó að okkur greini á um margt, þá stöndum við saman þegar á reynir og tökumst saman á við áföll þegar þau dynja yfir. Í þeirri samstöðu felast ómetanleg verðmæti. Kæru landsmenn, gleðileg jól.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun