Lögregluyfirvöld í Kosta Ríka hafa lagt hald á nærri hálft tonn af kókaíni sem fannst um borð í bát.
Frá þessu greindi ríkisstjórn landsins í gær. Báturinn var á siglingu um áttatíu kílómetrum frá Golfito við sunnanverða Kyrrahafsströnd landsins þegar lögregla lét til skarar skríða.
Erlendir fjölmiðlar greina frá því að ábending um smyglbátinn hafi borist frá bandarískum yfirvöldum og hafi fimm manns verið handteknir vegna málsins.
Efnin voru pökkuð í smærri pakkningum sem hver vó í kringum eitt kíló.
