Stefán Rafn: Er sem betur fer ekki á Twitter Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:46 Stefán Rafn var öflugur í kvöld. vísir/getty Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum. Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum.
Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30