Stefán Rafn: Er sem betur fer ekki á Twitter Anton Ingi Leifsson úr Laugardalshöll skrifar 28. desember 2018 21:46 Stefán Rafn var öflugur í kvöld. vísir/getty Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum. Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, vinstri hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var ánægður með stórsigurinn á Barein í æfingaleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Stefán átti frábæran leik og skoraði sjö mörk úr vinstra horninu. Ekkert af þeim kom af vítalínunni en leikurinn var kaflaskiptur. Stefán tók undir það. „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum.
Íslenski handboltinn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Eftir smá vandræði í fyrri hálfleik var allt annað að sjá íslenska liðið í síðari hálfleik. Þar áttu lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein engin svör. 28. desember 2018 21:30