Ferlið hjá sáttasemjara hafið Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 07:00 Frá sáttafundinum í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari situr við enda borðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Þetta var fyrsti fundur. Við lögðum fram öll gögn sem voru nokkur hundruð blaðsíður af efni sem við höfum farið yfir með samninganefndum VR og Starfsgreinasambandsins. Þarna eru ítarlegar greiningar og tillögur að því hvernig hægt er að greiða úr stöðunni,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fyrsti sáttafundur í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar, VR og Verkalýðsfélags Akraness fór fram hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að það hefði nú ekki gerst mikið á fundinum. „Af okkar hálfu fórum við yfir stutta greinargerð sem við skiluðum inn til ríkissáttasemjara og það hvernig viðræður hefðu gengið og hvers vegna við hefðum talið rétt að vísa. Ég upplifi það mjög sterkt að það hafi verið rétt ákvörðun að vísa en ég er líka mjög ánægð með að vera þarna með félögum mínum úr Verkalýðsfélagi Akraness og VR,“ segir Sólveig Anna. Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins hefðu kosið að vísa deilunni ekki til ríkissáttasemjara. „Lögin eru hins vegar þannig að það er nóg að annar aðilinn ákveði að vísa. Ég hefði viljað halda þessu áfram í sama farvegi og áður enda fannst mér gangurinn vera ágætur.“ Hann leggur áherslu á að samhliða þessum sáttaviðræðum séu SA á fleygiferð í samningaviðræðum við þau félög SGS sem ekki hafa vísað og iðnaðarmannasamfélagið. „Við munum funda mjög oft með þeim á fyrstu dögum nýs árs. Það er mikið kapp og áhersla lögð á þá samningafundi.“ Þá séu fyrir utan aðalsamningaborðið ýmsir sérhópar sem hittist og ræði ýmis smærri málefni. „Við reyndum að koma þeirri skoðun okkar áleiðis að við teldum mikilvægt að stjórnvöld kæmu með einhver svör um þeirra innlegg jafnvel þótt við gerum okkur auðvitað fulla grein fyrir því að slíkar viðræður fara ekki fram við þetta borð. Við vildum engu að síður koma því að,“ segir Sólveig Anna. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 9. janúar. „Þar munum við fara yfir okkar kröfugerðir og útskýra þær. SA mun að sama skapi fara yfir sína sýn á málin og sín gögn. Við höldum bara okkar vinnu áfram,“ segir Sólveig Anna. Hún tekur fram að þeir undirhópar sem verið hafa að störfum innan Starfsgreinasambandsins starfi áfram. „Við munum taka áfram þátt í því starfi ásamt félögum okkar í SGS þannig að sú vinna mun halda markvisst áfram. Ég er mjög ánægð með það vegna þess að það hefur gengið mjög vel í mörgum hópum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira