Langþreyttur Ragnar Þór horfir til Frakklands og pantar gul vesti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 13:18 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR virðist innblásinn af nýlegum mótmælum í Frakklandi þar sem mótmælendur klæddust gulum vestum til að mótmæla efnahagsstefnu landsins. Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa pantað sér gult vesti í dag og spyr hvort panta eigi fleiri. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði í framhaldi af mótmælunum að hækka lágmarkslaun í landinu og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum. Fjórar helgar í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Mótmælin í Frakklandi hafa einkennst af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse.Hrossakaup á börum bæjarins Ragnar Þór virðist ætla sér byltingu í anda þeirrar í Frakklandi. Vísar hann til fjölmargra mála sem komið hafa upp hjá kjörnum fulltrúum undanfarið. „Kjörnir fulltrúar stunda hrossakaup á börum bæjarins, eru uppvísir af ósæmilegri hegðun, jafnvel kynferðislegri áreitni. Stjórnvöld lækka veiðigjöld og hækka framlög til stjórnmálaflokka. Þjóðarsjóður skal stofnaður fyrir einhverja dekurkálfa að gambla með. Kjararáð hækkar kjör þeirra um tæplega helming um leið og ekkert svigrúm er til kerfisbreytinga eða kjarabóta fyrir þjóðina. Skýrsla um hvítþvott fjármálakerfisins segir okkur að vanda betur valið á þeim sem fá bankana í hendurnar næst. Uppbygging innviða verða svo fjármagnaðir með gjaldtöku,“ segir Ragnar Þór. „Ekkert er að marka kosningaloforðin eins og venjulega því stjórnmálamenn virðast eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á 4 ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga. Í millitíðinni eru þau kyrfilega læst í neðstu skúffu ríkisstjórnarinnar með stórum bunka spillingarmála, panamaskjala og nýju stjórnarskráni.“Fréttin er í vinnslu. Kjaramál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Formaður VR virðist innblásinn af nýlegum mótmælum í Frakklandi þar sem mótmælendur klæddust gulum vestum til að mótmæla efnahagsstefnu landsins. Ragnar Þór Ingólfsson segist hafa pantað sér gult vesti í dag og spyr hvort panta eigi fleiri. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði í framhaldi af mótmælunum að hækka lágmarkslaun í landinu og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum. Fjórar helgar í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Mótmælin í Frakklandi hafa einkennst af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse.Hrossakaup á börum bæjarins Ragnar Þór virðist ætla sér byltingu í anda þeirrar í Frakklandi. Vísar hann til fjölmargra mála sem komið hafa upp hjá kjörnum fulltrúum undanfarið. „Kjörnir fulltrúar stunda hrossakaup á börum bæjarins, eru uppvísir af ósæmilegri hegðun, jafnvel kynferðislegri áreitni. Stjórnvöld lækka veiðigjöld og hækka framlög til stjórnmálaflokka. Þjóðarsjóður skal stofnaður fyrir einhverja dekurkálfa að gambla með. Kjararáð hækkar kjör þeirra um tæplega helming um leið og ekkert svigrúm er til kerfisbreytinga eða kjarabóta fyrir þjóðina. Skýrsla um hvítþvott fjármálakerfisins segir okkur að vanda betur valið á þeim sem fá bankana í hendurnar næst. Uppbygging innviða verða svo fjármagnaðir með gjaldtöku,“ segir Ragnar Þór. „Ekkert er að marka kosningaloforðin eins og venjulega því stjórnmálamenn virðast eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á 4 ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga. Í millitíðinni eru þau kyrfilega læst í neðstu skúffu ríkisstjórnarinnar með stórum bunka spillingarmála, panamaskjala og nýju stjórnarskráni.“Fréttin er í vinnslu.
Kjaramál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira