Ungir ökumenn aldrei staðið sig jafn vel og nú Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. desember 2018 07:30 Umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að hefur farið fækkandi undanfarin ár þrátt fyrir umtalsvert aukna umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Innlent Vill ræða við Trump í síma Innlent Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Erlent Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Innlent Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Veður „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Innlent „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Innlent Fleiri fréttir Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Sjá meira
SAMGÖNGUMÁL „Ungir ökumenn eru í rauninni sá hópur sem er að skera sig úr með sinni góðu hegðun. Þau hafa kannski bara aldrei staðið sig jafn vel og núna,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, en á undanförnum árum hefur dregið úr umferðarslysum sem ungir ökumenn eiga aðild að. Samkvæmt tölum Samgöngustofu, sem ná til fyrstu átta mánaða ársins, hafa orðið 107 umferðarslys sem ungir ökumenn eiga aðild að. Er þar um að ræða ökumenn á aldrinum 17-20 ára. Hafa þessi slys aðeins einu sinni verið færri á sama tíma frá árinu 2002 en fyrstu átta mánuði síðasta árs voru þau 113 og 137 árið áður. Hið sama er uppi á teningnum þegar horft er á alvarleg umferðarslys. Þau voru 12 fyrstu átta mánuði ársins en 19 bæði í fyrra og hittiðfyrra. Umferðarslysum þar sem ungir ökumenn eiga í hlut hefur fækkað umtalsvert frá 2007 og 2008 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Fyrstu átta mánuði þeirra ára voru slysin um 250 talsins. Að sögn Þórhildar má rekja þennan árangur til nokkurra þátta. „Það var gerð breyting á ökunáminu 2010 sem hafði strax merkjanleg áhrif í fækkun slysa hjá ungum ökumönnum. Námið var gert ítarlegra þar sem Ökuskóla 3 var bætt við.“ Annar stór þáttur séu breytingar sem gerðar voru á punktakerfinu 2007. „Það ár var svolítill hápunktur í fjölda slysa. Það var farið í það að nýta punktakerfið skipulega gagnvart ungum ökumönnum þannig að það varð mjög virk endurgjöf á hegðun í umferðinni.“ Þá skipti miklu máli það fræðslu- og forvarnarstarf sem unnið sé. „Krakkar eru alveg frá leikskólaaldri að fá umferðarfræðslu sem hentar þeirra aldri og þroska. Þessi fræðsla heldur áfram alveg upp í framhaldsskólana.“ Þórhildur telur einnig að samfélagsbreytingar eigi þátt í þessari jákvæðu þróun. „Síðast en ekki síst er hægt að nefna ábyrgð foreldra. Samfélagið hefur verið að þróast á þann hátt að foreldrar taka upp til hópa virkari þátt í uppfræðslu barna sinna og hegðun þeirra.“ Það sé merkilegt að þessi þróun eigi sér stað á sama tíma og umferð hafi aukist umtalsvert. „Þessi árangur er sérstaklega eftirtektarverður í því ljósi. Þeim er reyndar pínulítið að fækka sem taka bílpróf 17 ára. Við sjáum þá tilhneigingu í útgáfu ökuskírteina. Það er ekki endilega sama ofuráhersla lögð á það að fá bílpróf 17 ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Innlent Vill ræða við Trump í síma Innlent Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Erlent Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Innlent Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Veður „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Innlent „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Innlent Fleiri fréttir Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Sjá meira