Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2018 14:00 Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, Aðsend Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“ Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira