Gulu vestin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. desember 2018 07:00 Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það eru ýmsir sem vilja gerast alvöru mótmælendur og fara um brjótandi og bramlandi, eins og stundað hefur verið í Frakklandi síðustu vikur. Þar klæðast mótmælendur gulum vestum og ganga um höfuðborg sína og velta bílum og kveikja í þeim, brjóta rúður verslana og fyrirtækja og slást við lögreglumenn. Meðan á þessum átökum stendur geta friðsamir borgarar lítið annað gert en haldið sig innan dyra. Þeim er ekki óhætt að fara út. Með sanni má þetta kallast ömurlegt ástand sem enginn ætti að þurfa að búa við. Allir ættu að eiga auðvelt með að setja sig í spor fólks sem óttast um öryggi sitt og sinna vegna djöfulgangs óeirðaseggja. Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus. Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum. Hún kærir sig alls ekki um mótmæli í anda þeirra sem stunduð eru í París og setur ekki á stall ofbeldisfulla mótmælendur sem skemma og skaða. Slíkir mótmælendur verða aldrei fulltrúar venjulegs fólks, þótt þeir hafi sjálfir stór orð um að þeir séu það einmitt. Um leið og þeir segjast starfa í þágu góðs málstaðar og í baráttu fyrir fólkið eru þeir eru að skaða náungann með því að eyðileggja eigur hann. Það er ekkert aðdáunarvert við ofbeldisfull mótmæli. Gulu vestin eru ekki tákn um baráttuhug og vilja til að breyta hlutum til hins betra. Þau eru tákn um ofbeldisaðgerðir sem allt siðað fólk hlýtur að hafa skömm á. Í ljósi þess getur það ekki talist lofsvert framtak að panta sér gult vesti og furðulegt að stæra sig af því. Merkilegt er að fólk sem er í forsvari verkalýðshreyfingar hér á landi og segist vilja breyta hlutum til batnaðar skuli líta til þessa ofbeldisfullu mótmælenda í París með lotningu og sjá í þeim sannar fyrirmyndir. Hugsun þessa fólks virðist vera: „En sniðugt, svona þurfum við einmitt að gera á Íslandi!“ Verkalýðsforingjarnir verða að átta sig á og viðurkenna að það er engan veginn í þágu almennings á Íslandi að hér skapist upplausn og sundrung, hvað þá að gripið verði til ofbeldisfullra mótmæla. Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnuskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun