Spá fækkun starfa í fyrsta sinn frá 2009 Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. desember 2018 06:15 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta eru mjög sláandi niðurstöður. Væntingar stjórnenda á stöðunni í dag og sex mánuði fram í tímann eru þær verstu frá því að efnahagsuppsveiflan hófst eftir hrun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um niðurstöður nýrrar könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Umrædd könnun á mati á aðstæðum í atvinnulífinu er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans og er framkvæmd af Gallup. „Mér finnst þetta einn besti mælikvarðinn á stöðu hagkerfisins hverju sinni í ljósi þess að við höfum framkvæmt þessa könnun fjórum sinnum á ári í 16 ár,“ segir Halldór. Búast stjórnendur 30 prósent fyrirtækja við fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum en stjórnendur 10 prósenta fyrirtækja búast við fjölgun starfsmanna. „Alveg frá því í dýpstu kreppunni 2009 hafa fyrirtækin verið að bæta við sig fólki. Í fyrsta skipti núna frá því eftir hrun sjáum við skýr skil og stjórnendur fyrirtækja gera ráð fyrir að fækka verulega fólki á næstunni,“ segir Halldór. Miðað við stærðardreifingu fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni má gera ráð fyrir að störfum fækki um 1,2 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það yfirfært á allan vinnumarkaðinn myndi það þýða að störfum fækkaði um 1.400. „Efnahagslegur raunveruleiki knýr alltaf dyra að lokum. Eftir mikinn uppgang undanfarinna ára sjáum við að fyrirtækin eru farin að halda að sér höndum. Þetta er bara staðan í hagkerfinu, því miður.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Þetta eru mjög sláandi niðurstöður. Væntingar stjórnenda á stöðunni í dag og sex mánuði fram í tímann eru þær verstu frá því að efnahagsuppsveiflan hófst eftir hrun,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um niðurstöður nýrrar könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Umrædd könnun á mati á aðstæðum í atvinnulífinu er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans og er framkvæmd af Gallup. „Mér finnst þetta einn besti mælikvarðinn á stöðu hagkerfisins hverju sinni í ljósi þess að við höfum framkvæmt þessa könnun fjórum sinnum á ári í 16 ár,“ segir Halldór. Búast stjórnendur 30 prósent fyrirtækja við fækkun starfsmanna á næstu sex mánuðum en stjórnendur 10 prósenta fyrirtækja búast við fjölgun starfsmanna. „Alveg frá því í dýpstu kreppunni 2009 hafa fyrirtækin verið að bæta við sig fólki. Í fyrsta skipti núna frá því eftir hrun sjáum við skýr skil og stjórnendur fyrirtækja gera ráð fyrir að fækka verulega fólki á næstunni,“ segir Halldór. Miðað við stærðardreifingu fyrirtækjanna sem tóku þátt í könnuninni má gera ráð fyrir að störfum fækki um 1,2 prósent á næstu sex mánuðum. Sé það yfirfært á allan vinnumarkaðinn myndi það þýða að störfum fækkaði um 1.400. „Efnahagslegur raunveruleiki knýr alltaf dyra að lokum. Eftir mikinn uppgang undanfarinna ára sjáum við að fyrirtækin eru farin að halda að sér höndum. Þetta er bara staðan í hagkerfinu, því miður.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent