SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2018 18:45 Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. Útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar renna út um áramót. Aðilar bæði almenna og opinbera vinnumarkaðarins komu til þrettánda samráðsfundur þeirra með stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í dag. Fyrir liggur að formenn að minnsta kosti sjö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins telja viðræður um nýjan kjarasamning ganga allt of hægt og vilja vísa deilunni strax til Ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur vænlegra að halda viðræðum áfram án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég held að það sé fullkomlega ótímabært að vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara og ég hef gengið svo langt að segja að ég telji það óskynsamlegt á sama tíma. Við erum rétt búin að funda sjö sinnum með deiluaðilum, SGS og VR og þar erum við rétt búin að ávarpa þessa stærstu þætti í kröfugerðinni,” segir Halldór Benjamín. Nær útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar á almenna markaðnum renna út um áramótin en Halldór segir markmiðið að klára samningagerðina í janúar.Finnst ykkur hjá Samtökum atvinnulífsins að þið séuð að tala við forystu sem er ekki alveg sameinuð hinum megin við samningaborðið? „Ég held að við verðum bara að sjá hvernig það mun þróast núna á næstu dögum. Hins vegar breytir það því ekki að það sem er aðalatriðið í þessu er hver er gangurinn í hagkerfinu og hvað er til skiptanna í þessu samfélagi á næstu mánuðum og árum,” segir Halldór Benjamín. Verðmæti verði ekki til með kjarasamningum heldur séu þeir til að skipta verðmætum segir Halldór. Þar talar hann á svipuðum nótum og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem sagði í viðtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin muni endurskoða áform um skattalækkanir verði samið á óraunhæfum nótum.Var það ekki óhentug sprengja á þessum tímapunkti? „Nei eru þetta ekki bara augljós sannindi? En ég er ekkert að spá því að menn semji ekki skynsamlega. Það hljóta að vera allar líkur á því að menn leiti leiða til að ráðstafa því svigrúmi sem er til staðar. En ef menn enda með samninga sem samrýmast ekki stöðunni í hagkerfinu er það skylda stjórnvalda að bregðast við því,” segir Bjarni. Drífa Sædal forseti Alþýðusambandsins segir niðurstöðu ekki komna í skatta- og húsnæðismál sem muni ráða mestu um hvernig takist til við kjarasamninga.Yfirlýsingar fjármálaráðherra varðandi mögulegar skattalækkanir og útkomu kjarasamninga, eru þær til að auðvelda málin? „Það að hóta vinnandi fólki með svona yfirlýsingum verður ekki til að leysa deiluna, nei,” segir forseti ASÍ. Farið sé að gæta óþreyju meðal sumra forystumanna verkalýðsfélaganna sem vilji flýta samningaferlinu en málin séu alltaf í höndum samninganefnda félaganna. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. Útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar renna út um áramót. Aðilar bæði almenna og opinbera vinnumarkaðarins komu til þrettánda samráðsfundur þeirra með stjórnvöldum í Ráðherrabústaðnum í dag. Fyrir liggur að formenn að minnsta kosti sjö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins telja viðræður um nýjan kjarasamning ganga allt of hægt og vilja vísa deilunni strax til Ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur vænlegra að halda viðræðum áfram án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég held að það sé fullkomlega ótímabært að vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara og ég hef gengið svo langt að segja að ég telji það óskynsamlegt á sama tíma. Við erum rétt búin að funda sjö sinnum með deiluaðilum, SGS og VR og þar erum við rétt búin að ávarpa þessa stærstu þætti í kröfugerðinni,” segir Halldór Benjamín. Nær útilokað er að kjarasamningar takist áður en gildandi samningar á almenna markaðnum renna út um áramótin en Halldór segir markmiðið að klára samningagerðina í janúar.Finnst ykkur hjá Samtökum atvinnulífsins að þið séuð að tala við forystu sem er ekki alveg sameinuð hinum megin við samningaborðið? „Ég held að við verðum bara að sjá hvernig það mun þróast núna á næstu dögum. Hins vegar breytir það því ekki að það sem er aðalatriðið í þessu er hver er gangurinn í hagkerfinu og hvað er til skiptanna í þessu samfélagi á næstu mánuðum og árum,” segir Halldór Benjamín. Verðmæti verði ekki til með kjarasamningum heldur séu þeir til að skipta verðmætum segir Halldór. Þar talar hann á svipuðum nótum og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem sagði í viðtali við Morgunblaðið að ríkisstjórnin muni endurskoða áform um skattalækkanir verði samið á óraunhæfum nótum.Var það ekki óhentug sprengja á þessum tímapunkti? „Nei eru þetta ekki bara augljós sannindi? En ég er ekkert að spá því að menn semji ekki skynsamlega. Það hljóta að vera allar líkur á því að menn leiti leiða til að ráðstafa því svigrúmi sem er til staðar. En ef menn enda með samninga sem samrýmast ekki stöðunni í hagkerfinu er það skylda stjórnvalda að bregðast við því,” segir Bjarni. Drífa Sædal forseti Alþýðusambandsins segir niðurstöðu ekki komna í skatta- og húsnæðismál sem muni ráða mestu um hvernig takist til við kjarasamninga.Yfirlýsingar fjármálaráðherra varðandi mögulegar skattalækkanir og útkomu kjarasamninga, eru þær til að auðvelda málin? „Það að hóta vinnandi fólki með svona yfirlýsingum verður ekki til að leysa deiluna, nei,” segir forseti ASÍ. Farið sé að gæta óþreyju meðal sumra forystumanna verkalýðsfélaganna sem vilji flýta samningaferlinu en málin séu alltaf í höndum samninganefnda félaganna.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur. 18. desember 2018 19:00
Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44