Börðust skipulega, ötullega og faglega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2018 07:00 "Það var ekkert hlustað á konurnar,“ segir Sigríður um aðdraganda Alþingishátíðarinnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira