Ungu fólki í viðjum skulda og skyndilána fer hratt fjölgandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. desember 2018 08:45 Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. NORDICPHOTOS/GETTY Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrjátíu prósent umsækjenda um ráðgjöf og greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara eru nú ungt fólk á aldrinum 18-29 ára. Umsækjendum í þeim hópi hefur sömuleiðis fjölgað mest. Samfélagslegur vandi sem verður ekki horft fram hjá, segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Samkvæmt tölum frá Umboðsmanni skuldara er hlutfall ungs fólks, á aldrinum 18-29 ára, sem leitar til embættisins sífellt að hækka. Árið 2011, fyrsta heila starfsár embættisins, var hlutfallið sem sótti um greiðsluaðlögun sjö prósent. Árið 2016 var þetta hlutfall komið í 24 prósent líkt og Fréttablaðið fjallaði um þá. Í ár er þetta hlutfall komið í rúm 30 prósent. Fjölmennasti hópurinn sem til stofnunarinnar leitar er þó sem fyrr fólk á aldrinum 30-39 ára, en hlutfall þess er 36 prósent. Embættinu hafa aldrei borist fleiri umsóknir um úrræði en í ár. Á tímabilinu janúar til október leituðu 1.208 einstaklingar eftir ráðgjöf, greiðsluaðlögun eða fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er aukning um 43 prósent frá árinu 2015.Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Fréttablaðið/StefánÁsta Sigrún segir það áhyggjuefni að ungu fólki í skuldavanda sé að fjölga. „Það er hræðilegt fyrir ungt fólk að byrja kannski sitt fjárhagslega sjálfstæði gjaldþrota. Það er samfélagslegt mein sem þarf að skoða.“ Fram hjá því verður ekki horft að hlutur skyndilána er talsverður í fjárhagsvanda fólks. Í dag er hlutfall skyndilána af heildarskuldum umsækjenda á aldrinum 18-29 ára – sem eru með slík lán – 33 prósent. Í heildina er hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun sem eru með skyndilán 59 prósent. Þrátt fyrir umfjöllun um hversu óhagstæð smálán eru og það skuldakviksyndi sem þau geta skapað segir Ásta Sigrún þau vaxandi vandamál. Hún bindur þó vonir við starfshóp sem nú er að störfum við að finna leiðir til að koma böndum á skyndilánastarfsemi. Hópurinn skilar af sér innan tíðar. Eins og staðan er núna skorti úrræði, og framboð á þessum auðveldu lánum á okurvöxtum virðist aðeins vera að aukast. Ásta Sigrún segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk freistist í neyð sinni til skyndilána. Áhersla sé nú lögð á forvarnir og aukið fjármálalæsi hjá embættinu. „Stundum nær fólk ekki endum saman og er að taka þetta fyrir mat. Stundum er það fast í vítahring og tekur lán til að borga önnur lán. En skuldsetningin er svo hröð því þetta eru mjög dýr lán. Á nokkrum mánuðum er fólk kannski búið að skuldsetja sig upp í milljón eða meira, þetta auðvelda aðgengi veldur því að þetta gerist miklu hraðar og hjá yngra fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Smálán Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira