Krónan og 3. orkupakkinn; sama súpan í sömu skálinni Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. desember 2018 08:00 Krónan mun hafa fallið um 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Eigna- og skuldastaða manna hefur oft breytzt mikið, hjá flestum til hins verra. Verst var þetta í hruninu, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst. Ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokkanna tveggja halda því fram, að krónan hafi komið okkur út úr hruninu, þó að flestir menn hljóti að sjá og skilja, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Oft reyna íhalds- og afturhaldsöflin að skírskota til þjóðernistilfinninga manna, föðurlandsástarinnar, í málflutningi sínum. Þeir vita, að þessar tilfinningar eru ríkar í brjósti margra – sem í sjálfu sér er gott, svo lengi sem vitsmunir fylgja – og, að með þessum hætti kunni þeir að komast upp með yfirborðskenndar og einfaldar fullyrðingar, oft hrein ósannindi og blekkingar, málstað sínum til framdráttar. „Krónan er íslenzk, hún er hluti af sögu okkar og menningu“, segja þessir menn. – Hið sanna er, að krónan er mælieining á fjármuni og verðmæti, og eru krónur í gangi í ýmsum öðrum löndum, svo sem Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi. „Krónan hefur bjargað okkur út úr hverju efnahagsáfallinu á fætur öðru“ er líka viðkvæði þessara manna. - Staðreyndin er hins vegar sú, að veikleiki og burðaleysi krónunnar hefur, hvað eftir annað, leitt til verðfalls hennar og verðbólgu, sem hefur hækkað innlendan kostnað, sem aftur hefur verið leiðrétt með gengisfellingu, til að útflutningsatvinnuvegirnir fengju fleiri krónur fyrir sinn varning, til að mæta vaxandi kostnaði í krónum. Þetta hefur aftur leitt til hækkandi verðs á innfluttum vörum, sem svo hefur leitt til hækkandi launakrafna og launa. „Björgun“ er því hér alrangt orð. Rétta orðið er „vítahringur“; krónan hefur skapað hér vítahring, sem ekki hefur verið rofinn og ekki verður hægt að rjúfa. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, væri lítið við þessum krónuvanda að gera. Svo er hins vegar ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, Evrunni, um langt árabil. 12 evrópsk ríki gengu í ESB á árunum 2004 til 2007. Ekki er ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sér aðild að ESB á þessu tímaskeiði, og, í framhaldi af því, tekið upp Evruna, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur af skarið, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Því miður komust þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur til valda 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Þessir 2 menn, ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti nokkrum árum áður. Síðasta óþurftarverk þessara óábyrgu öfga- og íhaldssafla er að reyna að gera EES-samninginn, sem gerði okkur kleift að rífa okkur upp úr hruninu, með frjálsum og tollalausum aðgangi að stærsta og öflugasta markaði heims, tortryggilegan; reyna jafnvel að að spilla honum. Í umræðunni um 3. orkupakkann skirrast þessi öfl ekki við, að beita ósannindum og blekkingum; og óspart er reynt að spila á þjóðerniskennd og tilfinningalíf manna. Landsmönnum er talin trú um, að við séum að framselja forræði okkar yfir innlendri orku með því að samþykkja 3. orkupakkann. Fásinnan í þessu er með ólíkindum, þar sem við erum alls ekki inn í evrópsku orkukerfi, ekki inni á evrópskum orkumarkaði, af þeirri einföldu ástæðu, að við erum eyríki; 2.000 km úti í reginhafi. Lygamerðir er ekki fallegt orð, en það kynni að eiga við hér. Þá fyrst, ef lagður yrði sæstrengur til Bretlandseyja og við tengdumst evrópsku orkukerfi, hefði þessi pakki eitthvað fyrir okkur að segja. En auðvitað yrði slíkur strengur ekki lagður, nema að okkur hentaði það sjálfum og hefðum vilja til. Varla færu útlendingar að leggja rándýran sæstreng til Íslands, án þess að hafa hér aðgang að orku. Önnur og mikilvæg hlið á málinu er svo sú, að þáttur sólar-, vind- og sjávarfallaorku vex óðfluga á meginlandi Evrópu, og styrkist stöðugt með örri tækniþróun, þannig, að óvíst er með öllu, hvort íslenzk orka verður samkeppnishæf á evrópskum orkumarkaði, þegar tímar líða. Ef svo færi, væri það auðvitað okkar hagur, að hafa aðgang að hagkvæmari orku frá Evrópu. Alla vega skapaðist þá heilbrigð samkeppni í orkusölu hér. Í öllu falli yrði það okkar eigin ákvörðun, hvort við vildum vera inni á evrópskum orkumarkaði, til að selja eða kaupa orku, og, ef til kæmi, með hvaða hætti. Sæstrengur verður alfarið okkar mál. ESB hefði ekkert um hann að segja, hvað sem 3. orkupakkanum líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Krónan mun hafa fallið um 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Eigna- og skuldastaða manna hefur oft breytzt mikið, hjá flestum til hins verra. Verst var þetta í hruninu, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst. Ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokkanna tveggja halda því fram, að krónan hafi komið okkur út úr hruninu, þó að flestir menn hljóti að sjá og skilja, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Oft reyna íhalds- og afturhaldsöflin að skírskota til þjóðernistilfinninga manna, föðurlandsástarinnar, í málflutningi sínum. Þeir vita, að þessar tilfinningar eru ríkar í brjósti margra – sem í sjálfu sér er gott, svo lengi sem vitsmunir fylgja – og, að með þessum hætti kunni þeir að komast upp með yfirborðskenndar og einfaldar fullyrðingar, oft hrein ósannindi og blekkingar, málstað sínum til framdráttar. „Krónan er íslenzk, hún er hluti af sögu okkar og menningu“, segja þessir menn. – Hið sanna er, að krónan er mælieining á fjármuni og verðmæti, og eru krónur í gangi í ýmsum öðrum löndum, svo sem Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi. „Krónan hefur bjargað okkur út úr hverju efnahagsáfallinu á fætur öðru“ er líka viðkvæði þessara manna. - Staðreyndin er hins vegar sú, að veikleiki og burðaleysi krónunnar hefur, hvað eftir annað, leitt til verðfalls hennar og verðbólgu, sem hefur hækkað innlendan kostnað, sem aftur hefur verið leiðrétt með gengisfellingu, til að útflutningsatvinnuvegirnir fengju fleiri krónur fyrir sinn varning, til að mæta vaxandi kostnaði í krónum. Þetta hefur aftur leitt til hækkandi verðs á innfluttum vörum, sem svo hefur leitt til hækkandi launakrafna og launa. „Björgun“ er því hér alrangt orð. Rétta orðið er „vítahringur“; krónan hefur skapað hér vítahring, sem ekki hefur verið rofinn og ekki verður hægt að rjúfa. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, væri lítið við þessum krónuvanda að gera. Svo er hins vegar ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, Evrunni, um langt árabil. 12 evrópsk ríki gengu í ESB á árunum 2004 til 2007. Ekki er ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sér aðild að ESB á þessu tímaskeiði, og, í framhaldi af því, tekið upp Evruna, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur af skarið, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Því miður komust þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur til valda 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Þessir 2 menn, ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti nokkrum árum áður. Síðasta óþurftarverk þessara óábyrgu öfga- og íhaldssafla er að reyna að gera EES-samninginn, sem gerði okkur kleift að rífa okkur upp úr hruninu, með frjálsum og tollalausum aðgangi að stærsta og öflugasta markaði heims, tortryggilegan; reyna jafnvel að að spilla honum. Í umræðunni um 3. orkupakkann skirrast þessi öfl ekki við, að beita ósannindum og blekkingum; og óspart er reynt að spila á þjóðerniskennd og tilfinningalíf manna. Landsmönnum er talin trú um, að við séum að framselja forræði okkar yfir innlendri orku með því að samþykkja 3. orkupakkann. Fásinnan í þessu er með ólíkindum, þar sem við erum alls ekki inn í evrópsku orkukerfi, ekki inni á evrópskum orkumarkaði, af þeirri einföldu ástæðu, að við erum eyríki; 2.000 km úti í reginhafi. Lygamerðir er ekki fallegt orð, en það kynni að eiga við hér. Þá fyrst, ef lagður yrði sæstrengur til Bretlandseyja og við tengdumst evrópsku orkukerfi, hefði þessi pakki eitthvað fyrir okkur að segja. En auðvitað yrði slíkur strengur ekki lagður, nema að okkur hentaði það sjálfum og hefðum vilja til. Varla færu útlendingar að leggja rándýran sæstreng til Íslands, án þess að hafa hér aðgang að orku. Önnur og mikilvæg hlið á málinu er svo sú, að þáttur sólar-, vind- og sjávarfallaorku vex óðfluga á meginlandi Evrópu, og styrkist stöðugt með örri tækniþróun, þannig, að óvíst er með öllu, hvort íslenzk orka verður samkeppnishæf á evrópskum orkumarkaði, þegar tímar líða. Ef svo færi, væri það auðvitað okkar hagur, að hafa aðgang að hagkvæmari orku frá Evrópu. Alla vega skapaðist þá heilbrigð samkeppni í orkusölu hér. Í öllu falli yrði það okkar eigin ákvörðun, hvort við vildum vera inni á evrópskum orkumarkaði, til að selja eða kaupa orku, og, ef til kæmi, með hvaða hætti. Sæstrengur verður alfarið okkar mál. ESB hefði ekkert um hann að segja, hvað sem 3. orkupakkanum líður.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun