Krónan og 3. orkupakkinn; sama súpan í sömu skálinni Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. desember 2018 08:00 Krónan mun hafa fallið um 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Eigna- og skuldastaða manna hefur oft breytzt mikið, hjá flestum til hins verra. Verst var þetta í hruninu, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst. Ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokkanna tveggja halda því fram, að krónan hafi komið okkur út úr hruninu, þó að flestir menn hljóti að sjá og skilja, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Oft reyna íhalds- og afturhaldsöflin að skírskota til þjóðernistilfinninga manna, föðurlandsástarinnar, í málflutningi sínum. Þeir vita, að þessar tilfinningar eru ríkar í brjósti margra – sem í sjálfu sér er gott, svo lengi sem vitsmunir fylgja – og, að með þessum hætti kunni þeir að komast upp með yfirborðskenndar og einfaldar fullyrðingar, oft hrein ósannindi og blekkingar, málstað sínum til framdráttar. „Krónan er íslenzk, hún er hluti af sögu okkar og menningu“, segja þessir menn. – Hið sanna er, að krónan er mælieining á fjármuni og verðmæti, og eru krónur í gangi í ýmsum öðrum löndum, svo sem Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi. „Krónan hefur bjargað okkur út úr hverju efnahagsáfallinu á fætur öðru“ er líka viðkvæði þessara manna. - Staðreyndin er hins vegar sú, að veikleiki og burðaleysi krónunnar hefur, hvað eftir annað, leitt til verðfalls hennar og verðbólgu, sem hefur hækkað innlendan kostnað, sem aftur hefur verið leiðrétt með gengisfellingu, til að útflutningsatvinnuvegirnir fengju fleiri krónur fyrir sinn varning, til að mæta vaxandi kostnaði í krónum. Þetta hefur aftur leitt til hækkandi verðs á innfluttum vörum, sem svo hefur leitt til hækkandi launakrafna og launa. „Björgun“ er því hér alrangt orð. Rétta orðið er „vítahringur“; krónan hefur skapað hér vítahring, sem ekki hefur verið rofinn og ekki verður hægt að rjúfa. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, væri lítið við þessum krónuvanda að gera. Svo er hins vegar ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, Evrunni, um langt árabil. 12 evrópsk ríki gengu í ESB á árunum 2004 til 2007. Ekki er ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sér aðild að ESB á þessu tímaskeiði, og, í framhaldi af því, tekið upp Evruna, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur af skarið, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Því miður komust þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur til valda 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Þessir 2 menn, ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti nokkrum árum áður. Síðasta óþurftarverk þessara óábyrgu öfga- og íhaldssafla er að reyna að gera EES-samninginn, sem gerði okkur kleift að rífa okkur upp úr hruninu, með frjálsum og tollalausum aðgangi að stærsta og öflugasta markaði heims, tortryggilegan; reyna jafnvel að að spilla honum. Í umræðunni um 3. orkupakkann skirrast þessi öfl ekki við, að beita ósannindum og blekkingum; og óspart er reynt að spila á þjóðerniskennd og tilfinningalíf manna. Landsmönnum er talin trú um, að við séum að framselja forræði okkar yfir innlendri orku með því að samþykkja 3. orkupakkann. Fásinnan í þessu er með ólíkindum, þar sem við erum alls ekki inn í evrópsku orkukerfi, ekki inni á evrópskum orkumarkaði, af þeirri einföldu ástæðu, að við erum eyríki; 2.000 km úti í reginhafi. Lygamerðir er ekki fallegt orð, en það kynni að eiga við hér. Þá fyrst, ef lagður yrði sæstrengur til Bretlandseyja og við tengdumst evrópsku orkukerfi, hefði þessi pakki eitthvað fyrir okkur að segja. En auðvitað yrði slíkur strengur ekki lagður, nema að okkur hentaði það sjálfum og hefðum vilja til. Varla færu útlendingar að leggja rándýran sæstreng til Íslands, án þess að hafa hér aðgang að orku. Önnur og mikilvæg hlið á málinu er svo sú, að þáttur sólar-, vind- og sjávarfallaorku vex óðfluga á meginlandi Evrópu, og styrkist stöðugt með örri tækniþróun, þannig, að óvíst er með öllu, hvort íslenzk orka verður samkeppnishæf á evrópskum orkumarkaði, þegar tímar líða. Ef svo færi, væri það auðvitað okkar hagur, að hafa aðgang að hagkvæmari orku frá Evrópu. Alla vega skapaðist þá heilbrigð samkeppni í orkusölu hér. Í öllu falli yrði það okkar eigin ákvörðun, hvort við vildum vera inni á evrópskum orkumarkaði, til að selja eða kaupa orku, og, ef til kæmi, með hvaða hætti. Sæstrengur verður alfarið okkar mál. ESB hefði ekkert um hann að segja, hvað sem 3. orkupakkanum líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Krónan mun hafa fallið um 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Eigna- og skuldastaða manna hefur oft breytzt mikið, hjá flestum til hins verra. Verst var þetta í hruninu, þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslendingsins í rúst. Ýmsir framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokkanna tveggja halda því fram, að krónan hafi komið okkur út úr hruninu, þó að flestir menn hljóti að sjá og skilja, að það var einmitt krónan, sem kom okkur í hrunið. Oft reyna íhalds- og afturhaldsöflin að skírskota til þjóðernistilfinninga manna, föðurlandsástarinnar, í málflutningi sínum. Þeir vita, að þessar tilfinningar eru ríkar í brjósti margra – sem í sjálfu sér er gott, svo lengi sem vitsmunir fylgja – og, að með þessum hætti kunni þeir að komast upp með yfirborðskenndar og einfaldar fullyrðingar, oft hrein ósannindi og blekkingar, málstað sínum til framdráttar. „Krónan er íslenzk, hún er hluti af sögu okkar og menningu“, segja þessir menn. – Hið sanna er, að krónan er mælieining á fjármuni og verðmæti, og eru krónur í gangi í ýmsum öðrum löndum, svo sem Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi. „Krónan hefur bjargað okkur út úr hverju efnahagsáfallinu á fætur öðru“ er líka viðkvæði þessara manna. - Staðreyndin er hins vegar sú, að veikleiki og burðaleysi krónunnar hefur, hvað eftir annað, leitt til verðfalls hennar og verðbólgu, sem hefur hækkað innlendan kostnað, sem aftur hefur verið leiðrétt með gengisfellingu, til að útflutningsatvinnuvegirnir fengju fleiri krónur fyrir sinn varning, til að mæta vaxandi kostnaði í krónum. Þetta hefur aftur leitt til hækkandi verðs á innfluttum vörum, sem svo hefur leitt til hækkandi launakrafna og launa. „Björgun“ er því hér alrangt orð. Rétta orðið er „vítahringur“; krónan hefur skapað hér vítahring, sem ekki hefur verið rofinn og ekki verður hægt að rjúfa. Ef Íslendingar ættu engan valkost í gjaldmiðlamálum, væri lítið við þessum krónuvanda að gera. Svo er hins vegar ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öflugasta og traustasta gjaldmiðli heims, Evrunni, um langt árabil. 12 evrópsk ríki gengu í ESB á árunum 2004 til 2007. Ekki er ósennilegt, að Ísland hefði líka getað tryggt sér aðild að ESB á þessu tímaskeiði, og, í framhaldi af því, tekið upp Evruna, en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tekur af skarið, enda heljarstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Því miður komust þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur til valda 2013, og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í marz 2015, að Íslandi drægi umsóknina til baka. Þessir 2 menn, ásamt formanni Sjálfstæðisflokksins, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti nokkrum árum áður. Síðasta óþurftarverk þessara óábyrgu öfga- og íhaldssafla er að reyna að gera EES-samninginn, sem gerði okkur kleift að rífa okkur upp úr hruninu, með frjálsum og tollalausum aðgangi að stærsta og öflugasta markaði heims, tortryggilegan; reyna jafnvel að að spilla honum. Í umræðunni um 3. orkupakkann skirrast þessi öfl ekki við, að beita ósannindum og blekkingum; og óspart er reynt að spila á þjóðerniskennd og tilfinningalíf manna. Landsmönnum er talin trú um, að við séum að framselja forræði okkar yfir innlendri orku með því að samþykkja 3. orkupakkann. Fásinnan í þessu er með ólíkindum, þar sem við erum alls ekki inn í evrópsku orkukerfi, ekki inni á evrópskum orkumarkaði, af þeirri einföldu ástæðu, að við erum eyríki; 2.000 km úti í reginhafi. Lygamerðir er ekki fallegt orð, en það kynni að eiga við hér. Þá fyrst, ef lagður yrði sæstrengur til Bretlandseyja og við tengdumst evrópsku orkukerfi, hefði þessi pakki eitthvað fyrir okkur að segja. En auðvitað yrði slíkur strengur ekki lagður, nema að okkur hentaði það sjálfum og hefðum vilja til. Varla færu útlendingar að leggja rándýran sæstreng til Íslands, án þess að hafa hér aðgang að orku. Önnur og mikilvæg hlið á málinu er svo sú, að þáttur sólar-, vind- og sjávarfallaorku vex óðfluga á meginlandi Evrópu, og styrkist stöðugt með örri tækniþróun, þannig, að óvíst er með öllu, hvort íslenzk orka verður samkeppnishæf á evrópskum orkumarkaði, þegar tímar líða. Ef svo færi, væri það auðvitað okkar hagur, að hafa aðgang að hagkvæmari orku frá Evrópu. Alla vega skapaðist þá heilbrigð samkeppni í orkusölu hér. Í öllu falli yrði það okkar eigin ákvörðun, hvort við vildum vera inni á evrópskum orkumarkaði, til að selja eða kaupa orku, og, ef til kæmi, með hvaða hætti. Sæstrengur verður alfarið okkar mál. ESB hefði ekkert um hann að segja, hvað sem 3. orkupakkanum líður.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar