Annar húnninn drapst fljótlega eftir að móðir hans Lynn bar þá, en hinn ku vera við góða heilsu.
„Þetta er mjög stór atburður fyrir okkur. En það er skammt um liðið og fyrstu tvær til þrjár vikurnar í lífi húna eru gríðarlega mikilvægar, eins og við höfum þegar kynnst í tilviki annars þeirra,“ segir Bengt Holst, starfsmaður garðsins.
„Okkar mikilvægasta verkefni er að tryggja að birnirnir fái að vera í friði, þar sem minnsta truflun getur fengið birnuna til að bregðast við með ofbeldisfullum hætti,“ segir Holst.
Ísbjarnarhúnn er um hálft kíló að þyngd þegar hann kemur í heiminn, en rúmlega helmingur ísbjarnarhúna drepast á fyrsta mánuði lífs síns.