Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 08:45 Jamal Khashoggi var afar gagnrýninn á yfirvöld í Sádi-Arabíu. vísir/epa Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag. Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. Haspel var ekki viðstödd í liðinni viku þegar utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna gáfu skýrslu en fjarvera Haspel vakti gremju hjá einhverjum þingmönnum. Khashoggi var myrtur á sádi-arabísku ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að niðurstaða CIA sé að sádi-arabíski krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir morðið en neita því alfarið að krónprinsinn hafi nokkuð með málið að gera, en CIA er sagt hafa sannanir um skilaboð á milli krónprinsins og Saud al-Qahtani sem á að hafa séð um að Khashoggi var myrtur.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal KhashoggiGina Haspel er forstjóri CIA.vísir/epaMike Pompeo, utanríkisráðherra, og James Mattis, varnarmálaráðherra, sögðu öldungadeildarþingmönnum í liðinni viku að það væru engar beinar sannanir fyrir þátttöku krónprinsins. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagt að niðurstaða CIA sé ekki endanleg. „Það getur vel verið að krónprinsinn hafi haft vitneskju um þennan sorglega atburð. Kannski hafði hann það, kannski ekki,“ var haft eftir Trump um málið fyrir tveimur vikum. Haspel er sögð mjög ósátt við að niðurstöðu CIA hafi verið lekið en leyniþjónustan hefur ekki staðfest fréttir þess efnis að hún muni koma fyrir þingið í dag.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 21. nóvember 2018 07:23