Níu þingmenn hafa fengið samtals 173 milljónir króna vegna ferða á eigin bíl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2018 14:00 Ásmundur Friðriksson, Árni Johnsen, Höskuldur Þórhallsson, Ásmundur Einar Daðason, Oddný G. Harðardóttir og Vilhjálmur Árnason. Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 krónur greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. Hæstu greiðslurnar runnu til Árna Johnsen, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en hann fékk samtals 24.396.640 krónur í aksturskostnað frá árinu 2007 til og með árinu 2013. Vísir hefur farið í gegnum gögn á vef Alþingis sem birt voru í gær um launakostnað og aðrar greiðslur til þingmanna frá árinu 2007 og flett upp fjöldanum öllum af þingmönnum. Ekki hefur fundist hærri greiðsla vegna aksturskostnaðar á eigin bíl en sú sem Árni Johnsen fékk.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið samtals 23.447.944 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2013 til og með 2018 eða á sex árum. Mikið var fjallað um greiðslur til Ásmundar í upphafi árs eftir að fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, leiddi í ljós að Ásmundur hefði fengið hæstu greiðsluna á síðasta ári vegna ferða á eigin bíl. Afsala sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði með heimanakstri Allir níu þingmennirinr eiga það sameiginlegt að hafa setið, eða sitja enn, á þingi fyrir landsbyggðarkjördæmi. Þeir hafa allir fengið samtals yfir fimmtán milljónir króna í aksturskostnað á eigin bíl. Þess ber að geta að þingmenn utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis sem búa nærri Reykjavík og kjósa að aka daglega á milli Alþingis og heimilis á þingtíma eiga rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað. Á móti afsala þeir sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði sem landsbyggðarþingmenn eiga annars rétt á, sem og álagi fyrir þann kostnaðarlið. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi getur akstur á milli heimilis og þings útskýrt stóran hluta af aksturskostnaði þingmanns á eigin bíl, en Ásmundur Friðriksson ekur til að mynda á milli heimilis og þings. Einnig ber að hafa í huga að þingmennirnir hafa setið mislengi á þingi. Þá er ekki hægt að útiloka að einhverjir þingmenn hafi einnig fengið greiðslu sem nemur meira en fimmtán milljónum króna, en Vísir hefur ekki flett upp öllum þeim þingmönnum sem finna má í gögnunum. 21 milljón á tíu ára tímabili Höskuldur Þórhallsson, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, fékk alls 21.212.769 krónur vegna ferða á eigin bíl á tíu ára tímabili, frá 2007 til og með 2016.Ásmundur Einar Daðason, sem setið hefur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, Vinstri græn og verið utan flokka, en er nú félags-og jafnréttismálaráðherra fyrir Framsókn, fékk 20.450.611 krónur í aksturskostnað á eigin bíl. Tímabilið sem um ræðir er frá 2009 til og með 2015. Á árinu 2016 fékk þingmaðurinn greiddan alls 2.761.443 krónur vegna ferða á bílaleigubíl. Engar greiðslur eru skráðar á árinu 2017 en Ásmundur sat ekki á þingi það ár fyrr en hann kom inn á ný eftir kosningarnar í október og tók sæti í ríkisstjórn í lok árs. Á yfirstandandi ári hefur ráðherrann fengið 308.119 krónur vegna aksturs á bílaleigubíl, samkvæmt gögnunum á vef þingsins. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur fengið samtals 19.100.839 krónur í aksturskostnað á eigin bíl á ellefu ára tímabili, frá 2009 til og með 2018. Hún ekur á milli þings og heimilis samkvæmt gögnum þingsins og það sama gerir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fengið alls 17.618.861 í greiðslu frá 2013 til og með 2018. Suður-, Norðvestur- og Norðausturkjördæmi Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, hefur fengið alls 16.185.834 krónur vegna ferða á eigin bíl frá 2009 til og með 2018. Sigurður Ingi var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2009 til 2013 og á árinu 2017. Hann tók við embætti ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2013 og engin kostnaður vegna ferða bíl, hvorki eigin bíl né bílaleigubíl, er skráður hjá honum fyrir árin 2014 til og með 2016. Þá er heldur enginn kostnaður skráður hjá Sigurði í ár en hann tók sæti í ríkisstjórn í lok síðasta árs.Jón Bjarnason, sem sat á þingi fyrir Vinstri græn og gegndi ráðherraembætti fyrir flokkinn, fékk alls 15.588.470 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá 2007 til og með 2013. Hann var ráðherra frá árinu 2009 til 2011 og eru engar greiðslur fyrir aksturskostnaði skráðar á Jón á árunum 2010 og 2011.Unnur Brá Konráðsdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls 15.281.138 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2009 til og með 2016, samkvæmt gögnum þingsins. Árni, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur, Sigurður Ingi, Oddný og Unnur Brá hafa verið þingmenn Suðurkjördæmis. Ásmundur Einar og Jón Bjarnason hafa setið á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi og Höskuldur sat á þingi fyrir Norðausturkjördæmi. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Alþingi birtir laun þingmanna frá árinu 2007 Birtingin er í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar frá því í apríl síðastliðnum. 4. desember 2018 18:37 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Níu þingmenn hafa fengið alls 173.283.106 krónur greiddar í aksturskostnað vegna ferða á eigin bíl frá Alþingi frá árinu 2007 til og með árinu í ár. Hæstu greiðslurnar runnu til Árna Johnsen, þáverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en hann fékk samtals 24.396.640 krónur í aksturskostnað frá árinu 2007 til og með árinu 2013. Vísir hefur farið í gegnum gögn á vef Alþingis sem birt voru í gær um launakostnað og aðrar greiðslur til þingmanna frá árinu 2007 og flett upp fjöldanum öllum af þingmönnum. Ekki hefur fundist hærri greiðsla vegna aksturskostnaðar á eigin bíl en sú sem Árni Johnsen fékk.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið samtals 23.447.944 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2013 til og með 2018 eða á sex árum. Mikið var fjallað um greiðslur til Ásmundar í upphafi árs eftir að fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, leiddi í ljós að Ásmundur hefði fengið hæstu greiðsluna á síðasta ári vegna ferða á eigin bíl. Afsala sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði með heimanakstri Allir níu þingmennirinr eiga það sameiginlegt að hafa setið, eða sitja enn, á þingi fyrir landsbyggðarkjördæmi. Þeir hafa allir fengið samtals yfir fimmtán milljónir króna í aksturskostnað á eigin bíl. Þess ber að geta að þingmenn utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis sem búa nærri Reykjavík og kjósa að aka daglega á milli Alþingis og heimilis á þingtíma eiga rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað. Á móti afsala þeir sér tveimur þriðju af húsnæðis- og dvalarkostnaði sem landsbyggðarþingmenn eiga annars rétt á, sem og álagi fyrir þann kostnaðarlið. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi getur akstur á milli heimilis og þings útskýrt stóran hluta af aksturskostnaði þingmanns á eigin bíl, en Ásmundur Friðriksson ekur til að mynda á milli heimilis og þings. Einnig ber að hafa í huga að þingmennirnir hafa setið mislengi á þingi. Þá er ekki hægt að útiloka að einhverjir þingmenn hafi einnig fengið greiðslu sem nemur meira en fimmtán milljónum króna, en Vísir hefur ekki flett upp öllum þeim þingmönnum sem finna má í gögnunum. 21 milljón á tíu ára tímabili Höskuldur Þórhallsson, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, fékk alls 21.212.769 krónur vegna ferða á eigin bíl á tíu ára tímabili, frá 2007 til og með 2016.Ásmundur Einar Daðason, sem setið hefur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, Vinstri græn og verið utan flokka, en er nú félags-og jafnréttismálaráðherra fyrir Framsókn, fékk 20.450.611 krónur í aksturskostnað á eigin bíl. Tímabilið sem um ræðir er frá 2009 til og með 2015. Á árinu 2016 fékk þingmaðurinn greiddan alls 2.761.443 krónur vegna ferða á bílaleigubíl. Engar greiðslur eru skráðar á árinu 2017 en Ásmundur sat ekki á þingi það ár fyrr en hann kom inn á ný eftir kosningarnar í október og tók sæti í ríkisstjórn í lok árs. Á yfirstandandi ári hefur ráðherrann fengið 308.119 krónur vegna aksturs á bílaleigubíl, samkvæmt gögnunum á vef þingsins. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur fengið samtals 19.100.839 krónur í aksturskostnað á eigin bíl á ellefu ára tímabili, frá 2009 til og með 2018. Hún ekur á milli þings og heimilis samkvæmt gögnum þingsins og það sama gerir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur fengið alls 17.618.861 í greiðslu frá 2013 til og með 2018. Suður-, Norðvestur- og Norðausturkjördæmi Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, hefur fengið alls 16.185.834 krónur vegna ferða á eigin bíl frá 2009 til og með 2018. Sigurður Ingi var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2009 til 2013 og á árinu 2017. Hann tók við embætti ráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2013 og engin kostnaður vegna ferða bíl, hvorki eigin bíl né bílaleigubíl, er skráður hjá honum fyrir árin 2014 til og með 2016. Þá er heldur enginn kostnaður skráður hjá Sigurði í ár en hann tók sæti í ríkisstjórn í lok síðasta árs.Jón Bjarnason, sem sat á þingi fyrir Vinstri græn og gegndi ráðherraembætti fyrir flokkinn, fékk alls 15.588.470 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá 2007 til og með 2013. Hann var ráðherra frá árinu 2009 til 2011 og eru engar greiðslur fyrir aksturskostnaði skráðar á Jón á árunum 2010 og 2011.Unnur Brá Konráðsdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk alls 15.281.138 krónur í aksturskostnað á eigin bíl frá árinu 2009 til og með 2016, samkvæmt gögnum þingsins. Árni, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur, Sigurður Ingi, Oddný og Unnur Brá hafa verið þingmenn Suðurkjördæmis. Ásmundur Einar og Jón Bjarnason hafa setið á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi og Höskuldur sat á þingi fyrir Norðausturkjördæmi.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Alþingi birtir laun þingmanna frá árinu 2007 Birtingin er í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar frá því í apríl síðastliðnum. 4. desember 2018 18:37 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Alþingi birtir laun þingmanna frá árinu 2007 Birtingin er í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar frá því í apríl síðastliðnum. 4. desember 2018 18:37
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15