Fordæmalaus svallveisla Ingvar Gíslason skrifar 6. desember 2018 07:00 Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli og umtal en fréttir af svallveislu nokkurra alþingismanna. Viðbrögðin hafa verið á einn veg. Fólk er hneykslað og undrandi í senn, og blöskrar ekki síst orðfæri þeirra sem sátu þetta samkvæmi, og slær út allt það sem eitt sinn var kallað sjóbúðartal. Hins vegar brá mér verulega þegar einn og annar gaf í skyn að þessi óheflaði munnsöfnuður kynni að vera einhvers konar spegilmynd af grófum talsmáta alþingismanna fyrr og síðar, þegar þannig stæði á. Þeirri tilhæfulausu ásökun á alþingismenn og Alþingi mótmæli ég harðlega. Alþingismenn fyrr og síðar hafa verið frábitnir því að sitja svallveislur og hella sér yfir samþingsmenn sína, konur og karla, með klámi og svívirðingum, að ekki sé minnst á það að nokkur maður hæddist að fötluðu fólki og gerði það að skotspæni. Á þeim 30 þingum sem ég sat sem alþingismaður, ráðherra, og deildarforseti í mörg ár, þekkti ég engan karlmann, hvað þá konu, að það fólk gerði sér það til dægrastyttingar að svívirða samþingsmenn sína, og ausa úr sér klámi um konur og hæðast að fötlun fólks. Úr því að þessi ósköp hafa nú dunið yfir upp á síðkastið þá er það nýlunda þar sem nútíma mórallinn horfir framan í sjálfan sig. Eða hvað? Alþingismenn eru vitaskuld engir englar frekar en aðrir dauðlegir menn, og blaka ekki vængjum eins og hvítir mávar. En ég hef aldrei þekkt neitt annað á langri ævi en að alþingismenn kynnu mannasiði. Hitt er annað mál að það er ekki almennings eins að láta sér þetta blöskra, þetta mál snertir Alþingi og alþingismenn umfram allt. Eysteinn Jónsson, sem lengst allra manna var forystumaður í Framsóknarflokknum meðan sá flokkur mátti sín nokkurs, sagði í mín eyru og fleiri að það væri „pólitísk nauðsyn“ að alþingismenn kynnu þá list að láta sér blöskra. Hann sagði líka við sama tækifæri: „Allir alþingismenn eru samverkamenn. Við skulum varast það að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum okkar.“ Á aldarafmæli fullveldisins þurfa forystumenn stjórnmálaflokkanna að taka sér tak um að siðvæða flokka sína svo vel að siðblindir streberar hópist ekki inn á þing í því upplausnarástandi sem setur mark sitt á stjórnmálaumhverfi líðandi stundar. Siðvæðing dugir best ef hún verður til sem innanhússverk hvers stjórnmálaflokks um sig, með fullri virðingu fyrir utanþingsráðgjöfum.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur fátt vakið meiri athygli og umtal en fréttir af svallveislu nokkurra alþingismanna. Viðbrögðin hafa verið á einn veg. Fólk er hneykslað og undrandi í senn, og blöskrar ekki síst orðfæri þeirra sem sátu þetta samkvæmi, og slær út allt það sem eitt sinn var kallað sjóbúðartal. Hins vegar brá mér verulega þegar einn og annar gaf í skyn að þessi óheflaði munnsöfnuður kynni að vera einhvers konar spegilmynd af grófum talsmáta alþingismanna fyrr og síðar, þegar þannig stæði á. Þeirri tilhæfulausu ásökun á alþingismenn og Alþingi mótmæli ég harðlega. Alþingismenn fyrr og síðar hafa verið frábitnir því að sitja svallveislur og hella sér yfir samþingsmenn sína, konur og karla, með klámi og svívirðingum, að ekki sé minnst á það að nokkur maður hæddist að fötluðu fólki og gerði það að skotspæni. Á þeim 30 þingum sem ég sat sem alþingismaður, ráðherra, og deildarforseti í mörg ár, þekkti ég engan karlmann, hvað þá konu, að það fólk gerði sér það til dægrastyttingar að svívirða samþingsmenn sína, og ausa úr sér klámi um konur og hæðast að fötlun fólks. Úr því að þessi ósköp hafa nú dunið yfir upp á síðkastið þá er það nýlunda þar sem nútíma mórallinn horfir framan í sjálfan sig. Eða hvað? Alþingismenn eru vitaskuld engir englar frekar en aðrir dauðlegir menn, og blaka ekki vængjum eins og hvítir mávar. En ég hef aldrei þekkt neitt annað á langri ævi en að alþingismenn kynnu mannasiði. Hitt er annað mál að það er ekki almennings eins að láta sér þetta blöskra, þetta mál snertir Alþingi og alþingismenn umfram allt. Eysteinn Jónsson, sem lengst allra manna var forystumaður í Framsóknarflokknum meðan sá flokkur mátti sín nokkurs, sagði í mín eyru og fleiri að það væri „pólitísk nauðsyn“ að alþingismenn kynnu þá list að láta sér blöskra. Hann sagði líka við sama tækifæri: „Allir alþingismenn eru samverkamenn. Við skulum varast það að gera pólitíska andstæðinga að persónulegum fjandmönnum okkar.“ Á aldarafmæli fullveldisins þurfa forystumenn stjórnmálaflokkanna að taka sér tak um að siðvæða flokka sína svo vel að siðblindir streberar hópist ekki inn á þing í því upplausnarástandi sem setur mark sitt á stjórnmálaumhverfi líðandi stundar. Siðvæðing dugir best ef hún verður til sem innanhússverk hvers stjórnmálaflokks um sig, með fullri virðingu fyrir utanþingsráðgjöfum.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun