Áfram í varðhaldi vegna árásar á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2018 23:33 Maðurinn lagði til atlögu með hnífsblaði sem falið var í hnefa mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps eftir að hafa stungið annan karlmann með hnífsblaði í krepptum hnefa á Akureyri í byrjun nóvember.Árásin átti sér stað síðdegis þann 3. nóvember fyrir utan útibúa Arion banka í miðbæ Akureyrar.Maðurinn var nokkru síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. desember næstkomandi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans.Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 17. desember.Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. 5. nóvember 2018 11:03 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps eftir að hafa stungið annan karlmann með hnífsblaði í krepptum hnefa á Akureyri í byrjun nóvember.Árásin átti sér stað síðdegis þann 3. nóvember fyrir utan útibúa Arion banka í miðbæ Akureyrar.Maðurinn var nokkru síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. nóvember. Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. desember næstkomandi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Í bráðabirgðaáverkavottorði fórnarlambsins segir að fórnarlambið hafi meðal annars hlotið djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil í nálægð við bláæð auk þess sem það hlaut einnig djúpan skurð á vinstra gagnauga, auk átta annara skurða á efri hluta líkamans.Við húsleit á heimili árásarmannsinns fannst blóðugur hnífur sem talið er að hafi verið beitt í árásinni. Er hnífurinn með um fjögurra sentimetra löngu blaði, ekki með venjulegu skafti heldur með eins konar handfangi.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og mun maðurinn því sitja í gæsluvarðhaldi til 17. desember.Í úrskurðinum er vísað til upptöku úr öryggismyndavél þar sem sjáist að árásarmaðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa sínum og blaðið standi út á milli fingra hans. Maðurinn hafi svo slegið til fórnarlambsins með þeim afleiðingum að hann var með tíu stungusár á líkama eftir árásina en á upptökunum megi sjá að fórnarlambið verði blóðugt.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. 5. nóvember 2018 11:03 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. 5. nóvember 2018 11:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði