Bandaríska fimleikasambandið lýsir sig gjaldþrota Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 09:15 Simone Biles. Vísir/Getty Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað. Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta en sambandið siglir ennþá mikinn ólgusjó eftir Larry Nassar málið. Þetta er nýjasta útspil bandaríska fimleikasambandsins til að reyna að halda sér á floti en sambandið er að drukna í lögsóknum frá fórnarlömbum læknisins Larry Nassar. USA Gymnastics has filed for bankruptcy so it can resolve claims by athletes sexually abused by a former team doctor. More: https://t.co/pGpOT0giQIpic.twitter.com/t65CsNWkat — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018 Hundrað mál eru nú í gangi þar sem 350 fórnarlömb sækjast eftir bótum frá bandaríska sambandinu sem „leyfði“ Larry Nassar að komast upp með áratugalanga kynferðislega misnotkun á fimleikastelpum. Meðal fórnarlamba hans voru bestu fimleikakonur heims eins og þær Aly Raisman og Simone Biles en Larry Nassar var læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. Larry Nassar var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi (175 ár) og fimleikasambandið þurfti einnig að breyta um forystu. Nýir forrráðamenn bandaríska fimleikasambandsins þurfa nú að finna leið til að borga allar bæturnar sem munu safnast upp vegna málaferlanna í Larry Nassar málunum. USA Gymnastics files for bankruptcy in wake of Larry Nassar scandal https://t.co/VBP298iKGi — Guardian sport (@guardian_sport) December 5, 2018 Það er ljóst að sambandið ræður ekki við slík útgjöld og eina leiðin til að hafa einhverja stjórn á stöðunni var að láta taka sambandið til gjaldþrotaskipta. Bandaríska sambandið sótti um að komast í var í gegnum svokallaðan ellefta kafla í skiptarétti þrotabúa. Í tilkynningu frá sambandinu segir að þetta skref gefi sambandinu tækifæri á að styðja áfram við fimleikafólk sitt sem og að gera upp við þolendur Larry Nassar. Þar kom einnig fram að tryggingar sambandsins munu sjá um að gera upp við fórnarlömbin og með því að lýsa sig gjaldþrota hafi sambandið fundið bestu leiðina til að beina kröfunum þangað.
Fimleikar Mál Larry Nassar Bandaríkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum