Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 20:07 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV. Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá gaf hann fyrst upp nafn annars manns við áhöfn Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í frétt RÚV um aðalmeðferð í málinu sem fór fram í Héraðsdómi Ísafjarðar í dag. Maðurinn er á fimmtugsaldri og þá greinir RÚV jafnframt frá því að hann sé þýskur. Hann er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni. Þá er honum gefið að sök að hafa í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni úr Ísafjarðarhöfn og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Skútan er metin á 750 þúsund evrur eða um hundrað milljónir króna. Samkvæmt frétt RÚV fór verjandi mannsins fram á sýknun fyrir þjófnað en hæfilega refsingu fyrir nytjastuld. Þá sé ekki hægt að sanna að maðurinn hafi ætlað að taka skútuna í hagnaðarskyni.Inook eina skútan sem kom til greina Framburður mannsins er jafnframt rekinn í frétt RÚV en maðurinn játaði að hafa stolið skútunni í skjóli nætur. Hann sagðist þó ekki hafa ætlað að sigla henni til annarra landa eða auðgast á henni. Maðurinn bar því jafnframt fyrir sig að hugmyndin að því að taka skútuna Inook og sigla henni til Reykjavíkur hafi kviknað á nokkrum sekúndum. Þar hafi hann ætlað að stoppa í nokkra daga. Honum hugnaðist hins vegar ekki að taka sína eigin skútu, sem einnig lá við Ísafjarðarhöfn og hann býr í, heldur hafi Inook verið eina skútan sem honum fannst koma til greina að taka. Hann sagðist jafnframt ekki tengjast frönskum eiganda skútunnar. Svaraði ekki og gaf svo upp nafn annars manns Þá er greint frá frásögn stýrimanns Landhelgisgæslunnar fyrir dómi í dag. Hann sagði að áhöfn þyrlu Gæslunnar, sem sótti skútuna umrætt kvöld í október, hafa reynt í nokkrar mínútur að kalla í ákærða á skútunni þangað til hann svaraði. Þá hafi maðurinn gefið upp rangt nafn, sem var á persónuskilríkjum annars erlends manns sem ákærði hafði undir höndum. Kvaðst ákærði vera að flytja skútuna, kannski til Reykjavíkur. Kærastan með asperger og þurfti að vita af honum Einnig var maðurinn spurður út í skilaboð sem hann sendi kærustu sinni að morgni sunnudagsins 14. október. Maðurinn segir í skilaboðunum að hann sé á leið til Færeyja eða Skotlands með skútu í flutningi ásamt öðrum manni. Maðurinn sagði skilaboðin hvíta lygi og þau hafi verið ætluð til þess að halda kærustunni í rónni, þar sem hún sé með asperger-einhverfu og hann þurfi sífellt að láta vita af sér. Ákærði var úrskurðaður í farbann til 10. desember næstkomandi. Þá hefur dómari fjórar vikur til að kveða upp dóm.Frétt RÚV.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Meintur skútuþjófur í fjögurra vikna farbann Grunaður um að taka skútu ófrjálsri hendi á Ísafirði. 15. október 2018 22:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24