Don Cano snúið aftur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 16:00 Ólafur Stefánsson handknattleikskappi er eitt af andlitum Don Cano. Don Cano Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð”. Svo segir í tilkynningu frá Icewear. Greint var frá fyrirhugaðri endurkomu Don Cano fyrir tveimur árum. Don Cano er íslenskt merki sem naut vinsælda á Íslandi á niunda áratugnum en lagðist í dvala á 10. áratugnum. Sænski fatahönnuðurinn Jan Davidsson, upphafsmaður merkisins, endurvakti merkið fyrr á þessu ári. „Don Cano fæddist á Íslandi seint á áttunda áratugnum þegar Jan var staddur hér á landi í heimsókn hjá tengdaforeldrum sínum. Merkið varð fljótlega gríðarlega vinsælt og Don Cano gallar eru eitt af táknum áttunda áratugarins á Íslandi og voru gallarnir notaðir við öll tilefni. Íslenska skíðalandsliði klæddist til dæmis Don Cano göllum á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo árið 1984. Jan er einn af reynslumestu hönnuðum landsins en hann er 70 ára gamall í dag. Hann hefur meðal annars starfað sem hönnunarstjóri hjá 66°N og þá var hann einn af stofnendum Cintamani,“ segir í tilkynningunni. Undanfarin ár hafi Jan unnið að upprisu Don Cano og þar sé gleðin sem einkenndi merkið á árum áður í fyrirrúmi. „Samstarfið við Icewear er frábær lending fyrir Don Cano sem byggir á sömu grunngildum og Icewear; að bjóða vandaðan og flottan fatnað fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa, byrjaði sem lærlingur á Savile Row í London og hef unnið með fjöldamörgum fyrirtækjum um allan heim við þróun og hönnun á fatnaði. Ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi við Icewear og trúi því að við náum að búa til eitthvað sérstakt saman,” segir Jan Davidsson, stofnandi og eigandi Don Cano. „Don Cano þekkir hvert einstasta mannsbarn á Íslandi sem komið er á ákveðin aldur og við hjá Icewear erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi. Jan er mikill reynslubolti og hefur unnið með heimsþekktum vörumerkjum um árabil. Við erum því mjög stolt af því að fá þann heiður að opna fyrstu Don Cano verslunina á Íslandi og kynna Íslendinga aftur fyrir merkinu,” segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear. Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Icwear rekur þrjár verslanir undir merkjum Icewear Magasín og er aðaláherslan á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum. Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð”. Svo segir í tilkynningu frá Icewear. Greint var frá fyrirhugaðri endurkomu Don Cano fyrir tveimur árum. Don Cano er íslenskt merki sem naut vinsælda á Íslandi á niunda áratugnum en lagðist í dvala á 10. áratugnum. Sænski fatahönnuðurinn Jan Davidsson, upphafsmaður merkisins, endurvakti merkið fyrr á þessu ári. „Don Cano fæddist á Íslandi seint á áttunda áratugnum þegar Jan var staddur hér á landi í heimsókn hjá tengdaforeldrum sínum. Merkið varð fljótlega gríðarlega vinsælt og Don Cano gallar eru eitt af táknum áttunda áratugarins á Íslandi og voru gallarnir notaðir við öll tilefni. Íslenska skíðalandsliði klæddist til dæmis Don Cano göllum á Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo árið 1984. Jan er einn af reynslumestu hönnuðum landsins en hann er 70 ára gamall í dag. Hann hefur meðal annars starfað sem hönnunarstjóri hjá 66°N og þá var hann einn af stofnendum Cintamani,“ segir í tilkynningunni. Undanfarin ár hafi Jan unnið að upprisu Don Cano og þar sé gleðin sem einkenndi merkið á árum áður í fyrirrúmi. „Samstarfið við Icewear er frábær lending fyrir Don Cano sem byggir á sömu grunngildum og Icewear; að bjóða vandaðan og flottan fatnað fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Ég er búinn að vera lengi í þessum bransa, byrjaði sem lærlingur á Savile Row í London og hef unnið með fjöldamörgum fyrirtækjum um allan heim við þróun og hönnun á fatnaði. Ég er mjög spenntur fyrir þessu samstarfi við Icewear og trúi því að við náum að búa til eitthvað sérstakt saman,” segir Jan Davidsson, stofnandi og eigandi Don Cano. „Don Cano þekkir hvert einstasta mannsbarn á Íslandi sem komið er á ákveðin aldur og við hjá Icewear erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi. Jan er mikill reynslubolti og hefur unnið með heimsþekktum vörumerkjum um árabil. Við erum því mjög stolt af því að fá þann heiður að opna fyrstu Don Cano verslunina á Íslandi og kynna Íslendinga aftur fyrir merkinu,” segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear. Icewear hefur um árabil framleitt útivistarfatnað, fylgihluti og gjafavörur og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1972. Icwear rekur þrjár verslanir undir merkjum Icewear Magasín og er aðaláherslan á fjölbreytt úrval af útivistarfatnaði, skóm og fylgihlutum.
Neytendur Tíska og hönnun Tengdar fréttir Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Don Cano snýr aftur Tískuvörumerkið Don Cano sem naut mikilla vinsælda á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar snýr aftur. 2. desember 2016 06:00