Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2018 12:40 Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust. vísir/vilhelm Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum. Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. Formaður nefndarinnar segir þetta koma smærri og meðalstórum útgerðum vel. En á undanförnum árum hafa aflaheimildir safnast á æ færri hendur. Um fá mál hefur verið meira deilt á Alþingi en stjórn fiskveiða en ekki náðist að gera breytingar á lögum þar að lútandi í vor og var gildandi lögum því framlengt frá september fram að áramótum. Flestir stjórnarandstöðuflokkarnir gagnrýndu að til stæði að lækka veiðigjöld á útgerðina um þrjá milljarða króna. En stjórnarliðar sögðu markmið breytinga á lögunum að færa útreikning gjaldsins nær innheimtu þess í tíma, þannig að stuðst væri við afkomu útgerðarinnar sem næst álagningu veiðigjaldanna. Þá væri markmiðið einnig að létta minni og meðalstórum útgerðum róðurinn.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.vísir/vilhelmLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, var ekki að fullu sátt við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra sem lagt var fram á Alþingi í haust og taldi ekki gengið nægjanlega til móts við minni og meðalstórar útgerðir. Meirihluti atvinnuveganefndar skilaði frá sér áliti seinnipartinn í gær en í Bítínu á Bylgjunni í morgun sagði Lilja ágætis samstöðu hafa náðst í nefndinni um breytingar á frumvarpi ráðherra. „Þá er verið að þjappa þessu frítekjumarki en betur til að það gagnist best þessum litlu og meðalstóru útgerðum. Nú geta þær fengið 40 prósenta afslátt upp að sex milljónum króna á ársgrundvelli sem greiddar eru í veiðigjöld,” segir Lilja Rafney. Þetta þýddi um 60 prósenta hækkun á afslætti veiðigjalda frá því sem gert hafi verið ráð fyrir í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þessi breyting kæmi fjölda útgerða til góða. „Og þetta veit ég að kemur til með að létta á hjá þeim sem hafa því miður margar hverjar verið að huga að því að selja frá sér og hætta. Það hefur verið gífurleg samþjöppun undanfarin ár. Manni bregður við þegar maður sér tölur eins og að á síðustu tólf árum hefur verið 60 prósenta fækkun á þeim sem fá úthlutaðar aflaheimildir á ársgrundvelli,” segir Lilja Rafney. Á árunum 1991 til 1992 voru fimmtán stærstu útgerðirnar með 26,7 prósent aflaheimildanna en á árunum 2014 til 2015 voru þær með 62,4 prósent aflaheimildannna. Lilja Rafney segir krókabátum hafa fækkað um fjórðung á aðeins fjórum árum.
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira