Björn Leví beygði af vegna rauna rauðhærðs drengs sem varð fyrir grófu ofbeldi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2018 16:25 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. FBL/Ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur. Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, beygði af í ræðustól á Alþingi í dag þegar hann sagði frá raunum drengs sem hafði orðið fyrir ofbeldi vegna dags sem nefndur hefur verið „Kick a Ginger“ eða „Sparkaðu í rauðhærðan“. Björn vitnaði í Facebook-skrif föður drengsins, Hákons Helga Leifssonar, sem sagðist hafa fengið símtal frá syni sínum gær þar sem hann var grátandi og sagði drengina hafa sparkað í sig og hann viti ekki af hverju. Drengurinn hafði hringt í hann á skrifstofu skólans en hann sagði drengina hafa kallað „Ginger“ og hlegið að honum og hann skildi ekki af hverju. Hákon sagði drengina hafa beitt son sinn ofbeldi á meðan annar hópur eldri nemenda fylgdist með og skarst ekki í lekinn nema þá með undirtektum, hvatningu og hlátrasköllum.Faðirinn sagðist vera reiður en hún beindist ekki gegn skólanum, starfsfólkinu eða strákunum tveimur. Um væri að ræða börn og þau gerðu mistök og mörg þeirra eigi vafalaust um sárt að binda. Hákon sagði að sökin sé fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum og okkur öllum. Ábyrgð á velferð hver annars í samfélaginu sé á höndum allra. Það sé undir fullorðnum komið að kenna börnum gildi, að gera rétt, setja sig í spor annarra, að vera sterk og þora að stíga fram og segja nei. Það sé ekki sanngjarnt að nokkurt barn þurfi að ganga í gegnum viðlíka en Hákon sagðist þekkja nokkur álíka tilvik sem áttu sér stað í gær, bæði í skóla sonar hans sem og í öðrum skólum og það sé ægilega sorglegt að heyra. Hákon sagði það vera mannréttindi að verða ekki fyrir ofbeldi og minnt á að gærdagurinn hefði ekki eingöngu verið ljótur því hann hefði einnig verið alþjóðlegur mannréttindadagur barna og sá hafi verið haldinn á hverju ári frá árinu 1954. Hann beindi þeim fyrirmælum til allra skólastofnana að sjá til þess að honum yrði fagnað innilega að ári því samfélagið gæti gert betur.
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira