Þrettán milljónir í bíl og bílstjóra borgarstjóra Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 11:23 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Heildarkostnaður vegna reksturs bíls og vegna launa bílstjóra borgarstjóra síðastliðið ár var þrettán milljónir króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur sem vildi vita hver kostnaður væri við akstur með borgarstjóra, hver væri kostnaður boðsendinga og póstsendinga innan og utan kerfis, hver væri kostnaður vegna Barnaverndar Reykjavíkur og loks kostnaður við önnur verkefni svo sem innkaupum og öðrum sendiferðum. Skrifstofa borgarstjóra aflaði gagna vegna fyrirspurnar Kolbrúnar en framkvæmt var tímabundið verkbókhald á starfi bílstjóra borgarstjóra á haustmánuðum 2018. Kom þar í ljós að akstur fyrir borgarstjóra á þessum tíma væri 36 prósent af heildar vinnuframlagi bílstjóra. Daglegar póstsendingar, sem fela meðal annars í sér þjónustu við Barnavernd, þjónustumiðstöðvar borgarinnar og þjónustuverið á Höfðatorgi, voru 22 prósent af vinnuframlaginu. Innkaup, sendiferðir og tilfallandi boðsendingar fyrir skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu voru 12 prósent. Önnur verkefni bílstjóra eru 30 prósent af heildarvinnuframlaginu og þar ber helst að nefna vinnu við fundi borgarstjórnar.Taldi borgarstjóra geta gengið eða hjólað Á fundi borgarráðs í gær benti Kolbrún á að nú liggi aksturshluti borgarstjóra fyrir. Það séu einhverjar milljónir sem betur mætti nota í annað skynsamlegra að mati hennar. Sagði hún það vera sitt mat að góður bragur yrðir að því að borgarstjóri legði það af með öllu að aka um með einkabílstjóra.Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Hann, eins og aðrir borgarbúar, getur farið sinnar leiðar með öðrum leiðum, með því að ganga, hjóla, aka um í sínum einkabíl eða taka strætó,“ sagði Kolbrún í bókun sinni.Starfsmenn fái frið fyrir ágangi pólitíkusa Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sögðu þetta í fjóra sinn á þessu kjörtímabili, sem er nýhafið, að málefni bílstjóra séu í fundargerð borgarráðs. Bent var á að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri með bílstjóra líkt og allir forverar hans í starfi. Munurinn nú sé sá að starfsskyldur bílstjóra séu að stórum hluta önnur verkefni. Áður fyrr voru tveir bílstjórar í fullu starfi á þremur bílum og þá hafði forseti borgarstjórnar einnig sérstakan bílstjóra en svo sé ekki lengur. „Það væri óskandi ef einstaka starfsfólk Ráðhússins fengi nú frið fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg.“Kolbrún Baldursdóttir hefur áður gert það að tillögu sinni að borgarfulltrúar sem og starfsfólk Ráðhúss borgarinnar fái frí bílastæði í borginni. Lagði Kolbrún það til að þetta yrði fjármagnað með því að leggja af þann sið að borgarstjóri hafi bílstjóra. Tengdar fréttir Kolbrún vill taka bílinn og einkabílstjórann af Degi Flokkur fólksins vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa. 12. október 2018 10:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Heildarkostnaður vegna reksturs bíls og vegna launa bílstjóra borgarstjóra síðastliðið ár var þrettán milljónir króna. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur sem vildi vita hver kostnaður væri við akstur með borgarstjóra, hver væri kostnaður boðsendinga og póstsendinga innan og utan kerfis, hver væri kostnaður vegna Barnaverndar Reykjavíkur og loks kostnaður við önnur verkefni svo sem innkaupum og öðrum sendiferðum. Skrifstofa borgarstjóra aflaði gagna vegna fyrirspurnar Kolbrúnar en framkvæmt var tímabundið verkbókhald á starfi bílstjóra borgarstjóra á haustmánuðum 2018. Kom þar í ljós að akstur fyrir borgarstjóra á þessum tíma væri 36 prósent af heildar vinnuframlagi bílstjóra. Daglegar póstsendingar, sem fela meðal annars í sér þjónustu við Barnavernd, þjónustumiðstöðvar borgarinnar og þjónustuverið á Höfðatorgi, voru 22 prósent af vinnuframlaginu. Innkaup, sendiferðir og tilfallandi boðsendingar fyrir skrifstofur miðlægrar stjórnsýslu voru 12 prósent. Önnur verkefni bílstjóra eru 30 prósent af heildarvinnuframlaginu og þar ber helst að nefna vinnu við fundi borgarstjórnar.Taldi borgarstjóra geta gengið eða hjólað Á fundi borgarráðs í gær benti Kolbrún á að nú liggi aksturshluti borgarstjóra fyrir. Það séu einhverjar milljónir sem betur mætti nota í annað skynsamlegra að mati hennar. Sagði hún það vera sitt mat að góður bragur yrðir að því að borgarstjóri legði það af með öllu að aka um með einkabílstjóra.Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Hann, eins og aðrir borgarbúar, getur farið sinnar leiðar með öðrum leiðum, með því að ganga, hjóla, aka um í sínum einkabíl eða taka strætó,“ sagði Kolbrún í bókun sinni.Starfsmenn fái frið fyrir ágangi pólitíkusa Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sögðu þetta í fjóra sinn á þessu kjörtímabili, sem er nýhafið, að málefni bílstjóra séu í fundargerð borgarráðs. Bent var á að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri með bílstjóra líkt og allir forverar hans í starfi. Munurinn nú sé sá að starfsskyldur bílstjóra séu að stórum hluta önnur verkefni. Áður fyrr voru tveir bílstjórar í fullu starfi á þremur bílum og þá hafði forseti borgarstjórnar einnig sérstakan bílstjóra en svo sé ekki lengur. „Það væri óskandi ef einstaka starfsfólk Ráðhússins fengi nú frið fyrir ágangi stjórnmálamanna sem í fullkominni málefnafátækt einbeita sér að málum sem eingöngu virðast til þess fallin að gera öll útgjöld borgarinnar tortryggileg.“Kolbrún Baldursdóttir hefur áður gert það að tillögu sinni að borgarfulltrúar sem og starfsfólk Ráðhúss borgarinnar fái frí bílastæði í borginni. Lagði Kolbrún það til að þetta yrði fjármagnað með því að leggja af þann sið að borgarstjóri hafi bílstjóra.
Tengdar fréttir Kolbrún vill taka bílinn og einkabílstjórann af Degi Flokkur fólksins vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa. 12. október 2018 10:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Kolbrún vill taka bílinn og einkabílstjórann af Degi Flokkur fólksins vill frí bílastæði fyrir borgarfulltrúa. 12. október 2018 10:11