Þarf að snúa 85 þingmönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og kollegi hans, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fallast í faðma. Nordicphotos/AFP AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira