Ástandið grafalvarlegt í Austur-Kongó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. nóvember 2018 06:45 Heilbrigðisstarfsfólk að störfum í Bunia í Austur-Kongó. Nordicphotos/AFP Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Mikil fjölgun greindra malaríutilfella í austurhluta Afríkuríkisins Austur-Kongó veldur miklum áhyggjum hjá starfsfólki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Nú þegar standa WHO-liðar í ströngu við að berjast við skæðan ebólufaraldur á svæðinu, þann versta í sögu ríkisins og næstversta í sögu Afríku. Faraldurinn hefur kostað að minnsta kosti 236 manns lífið en alls er fjöldi staðfestra tilfella 365 samkvæmt WHO. Heilbrigðisráðuneyti Austur-Kongó segir tölurnar hærri, 240 og 419. Í þokkabót hafa árásir skæruliða, flóttamannastraumur og pólitískur óstöðugleiki torveldað hjálparstarf. „Þetta gerir það að verkum að ebólufaraldurinn er orðinn einn flóknasti og erfiðasti heilbrigðisvandi heims í seinni tíð.“ Staðan er þessi þrátt fyrir að þetta sé í fyrsta skipti, samkvæmt The New York Times, sem nýtt og heillavænlegt bóluefni og meðferð stendur til boða. Að því er kom fram í umfjöllun miðilsins er búist við að það muni taka að minnsta kosti hálft ár til viðbótar að ráða niðurlögum faraldursins vegna átaka á svæðinu. Búast má við því að æ fleiri malaríutilfelli bæti þá stöðu ekki. Samkvæmt stofnuninni er malaríufaraldurinn einfaldlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólk sem reynir að berjast gegn ebólufaraldrinum. Sér í lagi þar sem fyrstu einkenni sjúkdómanna eru svipuð. Á um helmingi ebólumeðferðarstöðva hefur engin ebóla fundist, einungis malaría. Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni í gær er fjögurra daga herferð hafin í Beni þar sem til stendur að afhenda allt að 450.000 manns lyf og annan útbúnað sem mun hjálpa gegn malaríu. Annars vegar munu hjálparstarfsmenn dreifa moskítónetum til að fyrirbyggja smit og hins vegar veita sýktum meðferð við sjúkdómnum með lyfjagjöf. „Það er lykilatriði að koma böndum á malaríufaraldurinn á svæðinu þar sem sjúkdómurinn veldur miklum veikindum og dauða, sérstaklega á meðal barna,“ var haft eftir Yokouide Allarangar, yfirmanni starfs WHO í Austur-Kongó. Áður hafði verið greint frá því að óvenju mörg börn væru að greinast með ebólu á svæðinu. Um 25 milljónir malaríutilfella greindust í Austur-Kongó á síðasta ári, samkvæmt malaríuskýrslu WHO sem birt var fyrr á árinu. Aðeins í Nígeríu greindust fleiri með sjúkdóminn. Samkvæmt tilkynningu gærdagsins hefur malaríutilfellum í Norður-Kivufylki, þar sem ebólufaraldurinn er skæðastur, fjölgað áttfalt frá því í september ef miðað er við sama tíma í fyrra. „Þrátt fyrir bættar varnir gegn malaríu tekst Austur-Kongó enn á við skort á aðgengi að fyrirbyggjandi og læknandi þjónustu. Umhverfið veldur því í ofanálag að smithætta eykst. Skortur á fjármögnun, slakir innviðir og óöryggi hindra ríkið í því að ná að hjálpa öllum sem eru í smithættu,“ sagði í tilkynningu WHO.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Nígería Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira