Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 12:33 Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. AP/Michael Probst Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleit í skrifstofuhúsnæði Deutsce Bank í Frankfurt í dag. Það var gert vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti bankans. Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. Rætur rannsóknarinnar má rekja til Panamaskjalanna frá Mossack Fonseca sem lekið var til fjölmiðla árið 2016. Þá tengist málið sömuleiðis peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu.Sjá einnig: Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bankBBC bendir á að Deutsche Bank hafi verið refsað áður vegna peningaþvættis. Fjármálaráðuneyti Þýskalands skipaði forsvarsmönnum bankans í september að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir peningaþvætti og að fjármagn ætlað hryðjuverkasamtökum færi í gegnum bankann. Þá var sérstakur eftirlitsmaður skipaður til að fylgjast með bankanum í þrjú ár. Yfirvöld Bandaríkjanna og Bretlands sektuðu bankann í fyrra í tengslum við peningaþvætti rússneskra auðjöfra. Reuters segir virði hlutabréfa fyrirtækisins hafa lækkað eftir að fregnir bárust af húsleitunum. Tekjur Deutsche Bank hafa dregist saman að undanförnu og nýr forstjóri fyrirtækisins hefur gripið til þess ráðs að segja upp fólki og skera niður kostnað. Á þessu ári hefur virði hlutabréfa Deutsche Banka lækkað um helming. Eistland Panama-skjölin Þýskaland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleit í skrifstofuhúsnæði Deutsce Bank í Frankfurt í dag. Það var gert vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti bankans. Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. Rætur rannsóknarinnar má rekja til Panamaskjalanna frá Mossack Fonseca sem lekið var til fjölmiðla árið 2016. Þá tengist málið sömuleiðis peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu.Sjá einnig: Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bankBBC bendir á að Deutsche Bank hafi verið refsað áður vegna peningaþvættis. Fjármálaráðuneyti Þýskalands skipaði forsvarsmönnum bankans í september að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir peningaþvætti og að fjármagn ætlað hryðjuverkasamtökum færi í gegnum bankann. Þá var sérstakur eftirlitsmaður skipaður til að fylgjast með bankanum í þrjú ár. Yfirvöld Bandaríkjanna og Bretlands sektuðu bankann í fyrra í tengslum við peningaþvætti rússneskra auðjöfra. Reuters segir virði hlutabréfa fyrirtækisins hafa lækkað eftir að fregnir bárust af húsleitunum. Tekjur Deutsche Bank hafa dregist saman að undanförnu og nýr forstjóri fyrirtækisins hefur gripið til þess ráðs að segja upp fólki og skera niður kostnað. Á þessu ári hefur virði hlutabréfa Deutsche Banka lækkað um helming.
Eistland Panama-skjölin Þýskaland Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira