Um þúsund komast ekki að á Reykjalundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 22:00 Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum og meðferðarúrræðum hjá heilbrigðisstofnunum í óundirbúnum fyrirspurna á Alþingi í dag þar sem hann vitnaði í tölur frá landlækni. Nefndi hann liðskiptaaðgerðir sérstaklega sem um þúsund manns bíða eftir að komast í og jafnvel séu sóttar á einkastofur erlendis. Þorsteinn spurði ráðherra hvort til greina kæmi að liðka fyrir því að einkaaðilar framkvæmi slíkar aðgerðir hér á landi en því svaraði ráðherra ekki beint. Álíka margir og bíða eftir liðskiptaaðgerðum bíða eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.Fram kom í máli Svandísar að átaksverkefni um styttingu biðlista ljúki um áramótin en að gert sé ráð fyrir að sambærilegt fjármagn, um 900 milljónir, verði varanlega fest í ramma fjárlaga til styttingar biðlista með nýju frumvarpi til fjárlaga. Birgir Gunnarsson, forstjóri endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi, segir orðið tímabært að endurnýja samning við ríkið en stofnunin getur á ársgrundvelli aðeins tekið við um það bil helmingi þeirra sem þyrftu að komast að. Gildandi samningurkveður á um að stofnunin sinni um 1.050 einstaklingum á ári en beiðnirnar eru um 2.000. Ítarlegra viðtal við Birgi er að finna í spilaranum hér að ofan. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Sjá meira
Um þúsund manns eru á biðlista hjá endurhæfingarmiðstöðin að Reykjalundi en stofnunin getur aðeins sinnt um helmingi þeirra beiðna sem henni berast árlega. Þá er bið er eftir því að komast á biðlista eftir liðskipaaðgerðum að sögn heilbrigðisráðherra. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum og meðferðarúrræðum hjá heilbrigðisstofnunum í óundirbúnum fyrirspurna á Alþingi í dag þar sem hann vitnaði í tölur frá landlækni. Nefndi hann liðskiptaaðgerðir sérstaklega sem um þúsund manns bíða eftir að komast í og jafnvel séu sóttar á einkastofur erlendis. Þorsteinn spurði ráðherra hvort til greina kæmi að liðka fyrir því að einkaaðilar framkvæmi slíkar aðgerðir hér á landi en því svaraði ráðherra ekki beint. Álíka margir og bíða eftir liðskiptaaðgerðum bíða eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi.Fram kom í máli Svandísar að átaksverkefni um styttingu biðlista ljúki um áramótin en að gert sé ráð fyrir að sambærilegt fjármagn, um 900 milljónir, verði varanlega fest í ramma fjárlaga til styttingar biðlista með nýju frumvarpi til fjárlaga. Birgir Gunnarsson, forstjóri endurhæfingarstöðvarinnar á Reykjalundi, segir orðið tímabært að endurnýja samning við ríkið en stofnunin getur á ársgrundvelli aðeins tekið við um það bil helmingi þeirra sem þyrftu að komast að. Gildandi samningurkveður á um að stofnunin sinni um 1.050 einstaklingum á ári en beiðnirnar eru um 2.000. Ítarlegra viðtal við Birgi er að finna í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Sjá meira