Uppgötva hvers vegna ofþyngd getur leitt til þunglyndis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:45 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. vísir/getty Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow. Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira
Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow.
Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Sjá meira