Formaður Eflingar ræðir kjaramálin við flokkana Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30
Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45
Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00