Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan og Gulen voru vinir og samstarfsmenn á árum áður. AP/Burhan Ozbilici Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira