Sömu aðferðafræði beitt í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir fóru í gær yfir stöðuna frá sjónarhóli SA fyrir komandi kjaraviðræður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við erum þeirrar skoðunar að skynsemi sé veruleg meirihlutaskoðun á Íslandi. Við getum líka spurt hverju við höfum að tapa með því að breyta um kúrs. Við erum búin að beita sömu aðferðafræðinni í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Halldór vill horfa til hinna Norðurlandanna og hvernig kjarasamningar eru gerðir þar. Fari Íslendingar þá leið sé hann sannfærður um að eftir tvö til þrjú ár verði yfirgnæfandi meirihluti þeirrar skoðunar að þetta hefði átt að gera miklu fyrr. „Á hinum Norðurlöndunum er áhersla lögð á jafnar og hóflegar launahækkanir sem skila jafnri kaupmáttarþróun til langs tíma. Ef við færum þá leið myndi ekki hvarfla að okkur að taka upp gamla háttinn á nýjan leik.“ Samtökin luku í gær fundaferð sinni um landið með fundi í Hörpu þar sem rætt var um stöðu efnahagsmála og komandi kjaraviðræður. Halldór skoraði á fundinum á verkalýðsforystuna að taka þátt í því að tryggja stöðugleika með því að semja um hóflegar launahækkanir. Í kynningu sinni á fundinum lögðu Halldór og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, áherslu á að svigrúm til launahækkana væri lítið enda væntingar stjórnenda fyrirtækja og heimila í lágmarki. Samkvæmt könnun meðal félagsmanna SA er svigrúmið talið 1,9 prósent að meðaltali.Ásdís Kristjánsdóttir.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Skynsöm verkalýðshreyfing og skynsamir atvinnurekendur taka mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Það eru kannski skilaboðin sem við vorum að senda í dag. Stundum er besta leiðin til að sækja fram að hlaupa en stundum er besta leiðin að fara sér hægt og við erum á þeim stað í hagsveiflunni núna,“ segir Halldór. Hann segir enga list fólgna í því að knýja fram tugprósenta launahækkun. „Það er engin færni fólgin í því. Færnin er fólgin í því að hitta akkúrat á þetta og það er ekki alltaf eins frá ári til árs. Stundum er mikið rými og þá eru miklar launahækkanir. En þegar rýmið er minna þá sættir samfélagið sig við það og í staðinn fáum við lægri vexti án verðbólguskots og stöðugleika sem eru mikil lífsgæði fyrir heimili landsins að búa við.“ Halldór segist ánægður með fundaferðina en 13 staðir um land allt voru heimsóttir og fundargestir um þúsund talsins. „Þegar maður hittir svona marga þá finnur maður að atvinnulífið er mjög stolt af þeim mikla árangri sem það hefur náð með launþegum á undanförnum árum. Efnahagslegur raunveruleiki knýr samt alltaf dyra að lokum. Nú eru menn svolítið hræddir við að kjarasamningarnir verði of bólgnir eins og þeir voru óneitanlega síðast.“Þættir sem hjálpuðu síðast ekki að vinna með okkur nú Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, fjallaði á fundinum í gær um ytri aðstæður í efnahagslífinu. Hún segir að á gildistíma núverandi kjarasamninga hafi ýmsir þættir orðið til þess að tekist hafi að halda verðbólgu niðri þrátt fyrir miklar launahækkanir. „Viðskiptakjör bötnuðu mjög á þessum tíma sem birtist meðal annars í lækkandi olíuverði. Svo varð auðvitað gríðarlegur vöxtur í ferðaþjónustu og gengisstyrking krónunnar á sama tíma.“ Aðgerðir stjórnvalda eins og afnám tolla og vörugjalda hafi líka hjálpað til og við bætist að fyrirtæki hafi séð fram á miklar kostnaðarhækkanir og farið í hagræðingaraðgerðir. Allir þessir þættir hafi valdið því að viðbótarsvigrúm hafi skapast. „Þessir þættir sem hjálpuðu okkur síðast eru hins vegar ekki að vinna með okkur í dag og eru frekar að þróast í hina áttina. Við sjáum það í fréttum að uppsagnir eru að hefjast og fyrirtæki eru byrjuð að grípa til aðgerða. Viðskiptakjör hafa líka versnað það sem af er ári, krónan er að veikjast og það hefur hægt á fjölgun ferðamanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ný forysta verkalýðhreyfingarinnar beinir spjótum að stjórnvöldum Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að axla gríðarlega ábyrgð í komandi kjarabaráttu svo samningar náist. 27. október 2018 20:00 Fyrirtæki telja svigrúm til launahækkana nánast ekkert Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag. 1. nóvember 2018 11:24 Þriðjungur ellilífeyrisþega hefur ekki tök á að hætta að vinna Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. 30. október 2018 20:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Við erum þeirrar skoðunar að skynsemi sé veruleg meirihlutaskoðun á Íslandi. Við getum líka spurt hverju við höfum að tapa með því að breyta um kúrs. Við erum búin að beita sömu aðferðafræðinni í 70 ár og hún hefur alltaf mistekist,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Halldór vill horfa til hinna Norðurlandanna og hvernig kjarasamningar eru gerðir þar. Fari Íslendingar þá leið sé hann sannfærður um að eftir tvö til þrjú ár verði yfirgnæfandi meirihluti þeirrar skoðunar að þetta hefði átt að gera miklu fyrr. „Á hinum Norðurlöndunum er áhersla lögð á jafnar og hóflegar launahækkanir sem skila jafnri kaupmáttarþróun til langs tíma. Ef við færum þá leið myndi ekki hvarfla að okkur að taka upp gamla háttinn á nýjan leik.“ Samtökin luku í gær fundaferð sinni um landið með fundi í Hörpu þar sem rætt var um stöðu efnahagsmála og komandi kjaraviðræður. Halldór skoraði á fundinum á verkalýðsforystuna að taka þátt í því að tryggja stöðugleika með því að semja um hóflegar launahækkanir. Í kynningu sinni á fundinum lögðu Halldór og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, áherslu á að svigrúm til launahækkana væri lítið enda væntingar stjórnenda fyrirtækja og heimila í lágmarki. Samkvæmt könnun meðal félagsmanna SA er svigrúmið talið 1,9 prósent að meðaltali.Ásdís Kristjánsdóttir.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK„Skynsöm verkalýðshreyfing og skynsamir atvinnurekendur taka mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Það eru kannski skilaboðin sem við vorum að senda í dag. Stundum er besta leiðin til að sækja fram að hlaupa en stundum er besta leiðin að fara sér hægt og við erum á þeim stað í hagsveiflunni núna,“ segir Halldór. Hann segir enga list fólgna í því að knýja fram tugprósenta launahækkun. „Það er engin færni fólgin í því. Færnin er fólgin í því að hitta akkúrat á þetta og það er ekki alltaf eins frá ári til árs. Stundum er mikið rými og þá eru miklar launahækkanir. En þegar rýmið er minna þá sættir samfélagið sig við það og í staðinn fáum við lægri vexti án verðbólguskots og stöðugleika sem eru mikil lífsgæði fyrir heimili landsins að búa við.“ Halldór segist ánægður með fundaferðina en 13 staðir um land allt voru heimsóttir og fundargestir um þúsund talsins. „Þegar maður hittir svona marga þá finnur maður að atvinnulífið er mjög stolt af þeim mikla árangri sem það hefur náð með launþegum á undanförnum árum. Efnahagslegur raunveruleiki knýr samt alltaf dyra að lokum. Nú eru menn svolítið hræddir við að kjarasamningarnir verði of bólgnir eins og þeir voru óneitanlega síðast.“Þættir sem hjálpuðu síðast ekki að vinna með okkur nú Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, fjallaði á fundinum í gær um ytri aðstæður í efnahagslífinu. Hún segir að á gildistíma núverandi kjarasamninga hafi ýmsir þættir orðið til þess að tekist hafi að halda verðbólgu niðri þrátt fyrir miklar launahækkanir. „Viðskiptakjör bötnuðu mjög á þessum tíma sem birtist meðal annars í lækkandi olíuverði. Svo varð auðvitað gríðarlegur vöxtur í ferðaþjónustu og gengisstyrking krónunnar á sama tíma.“ Aðgerðir stjórnvalda eins og afnám tolla og vörugjalda hafi líka hjálpað til og við bætist að fyrirtæki hafi séð fram á miklar kostnaðarhækkanir og farið í hagræðingaraðgerðir. Allir þessir þættir hafi valdið því að viðbótarsvigrúm hafi skapast. „Þessir þættir sem hjálpuðu okkur síðast eru hins vegar ekki að vinna með okkur í dag og eru frekar að þróast í hina áttina. Við sjáum það í fréttum að uppsagnir eru að hefjast og fyrirtæki eru byrjuð að grípa til aðgerða. Viðskiptakjör hafa líka versnað það sem af er ári, krónan er að veikjast og það hefur hægt á fjölgun ferðamanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ný forysta verkalýðhreyfingarinnar beinir spjótum að stjórnvöldum Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að axla gríðarlega ábyrgð í komandi kjarabaráttu svo samningar náist. 27. október 2018 20:00 Fyrirtæki telja svigrúm til launahækkana nánast ekkert Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag. 1. nóvember 2018 11:24 Þriðjungur ellilífeyrisþega hefur ekki tök á að hætta að vinna Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. 30. október 2018 20:45 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ný forysta verkalýðhreyfingarinnar beinir spjótum að stjórnvöldum Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að axla gríðarlega ábyrgð í komandi kjarabaráttu svo samningar náist. 27. október 2018 20:00
Fyrirtæki telja svigrúm til launahækkana nánast ekkert Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag. 1. nóvember 2018 11:24
Þriðjungur ellilífeyrisþega hefur ekki tök á að hætta að vinna Yfir þriðjungur ellilífeyrisþega er starfandi á Íslandi og segir helmingur þeirra ástæðuna vera að þeir þurfi á tekjunum að halda. 30. október 2018 20:45