Rétti tíminn til að marka atvinnustefnu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 7. nóvember 2018 08:00 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Nú er rétti tíminn fyrir ríkið til að marka sér atvinnustefnu til langs tíma. Endurreisn efnahagslífsins er að baki og mikilvægt að líta fram á veginn til að efla samkeppnishæfni landsins sem bætir hag allra landsmanna. Önnur lönd vinna með þeim hætti um þessar mundir og stuðla að uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. „Það mun reynast samfélaginu vel enda lyftast öll skip á flóðinu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins birta í dag skýrslu þar sem skyggnst er inn í framtíðina og gerðar tillögur að umbótum sem ráðast mætti í á næstu tveimur árum til þess að auka verðmætasköpun sem er grundvöllur að velferð og bættum lífsgæðum landsmanna. Sigurður segir að fjórir þættir skipti mestu fyrir samkeppnishæfni landa: Menntun, innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi.Hlutfallslega færri vinnandi „Við skoðum hvernig hagkerfið gæti litið út árið 2050. Öldrun þjóðarinnar mun leiða til þess að færri verða á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara þegar fram í sækir. Í dag eru um fimm manns á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara en þeir verða ekki nema þrír árið 2050 ef spáin rætist. Annars vegar munu færri hendur geta aðstoðað þá sem eldri eru og hins vegar verða færri hendur til að knýja áfram hagvöxt. Loftslagsmál eru annað dæmi um samfélagslega áskorun þar sem hugsa þarf málin upp á nýtt. Með nýsköpun og breyttri nálgun mun iðnaðurinn finna lausnir á þessum áskorunum. Þess vegna þarf að ýta undir nýsköpun og nýja hugsun til að leysa samfélagsleg viðfangsefni og skapa jafnframt hagvöxt. Það hefur okkur Íslendingum tekist vel á sviði orkunýtingar og með aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi og við höfum öll tækifæri til að endurtaka leikinn þegar kemur að öðrum viðfangsefnum,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn. Hagvöxtur síðustu aldar var knúinn áfram af náttúruauðlindum en í framtíðinni mun hugvit draga vagninn. „Það þarf sannarlega að hlúa að þeirri starfsemi sem nú er en jafnframt sjá til þess að hér rísi ný og öflug fyrirtæki sem eiga erindi á alþjóðlega markaði sem geti skapað gjaldeyristekjur og áhugaverð störf,“ segir hann og vekur athygli á að aukin fjölbreytni í atvinnulífi muni skapa aukinn stöðugleika í efnahagslífinu. Í skýrslunni er vakin athygli á fjölda atriða sem betur mættu fara, eins og að skattalega hvata fyrir rannsóknir og þróun þurfi að auka, skattar á fyrirtæki séu háir í alþjóðlegum samanburði, reglur séu íþyngjandi og óskilvirkar sem sé kostnaðarsamt fyrir atvinnulífið. Auk þess er bent á að efnahagslífið hafi einkennst af meiri óstöðugleika en annars staðar í hinum vestræna heimi. Styrkja þurfi umgjörð vinnumarkaðar og afnema höfrungahlaup. Launahækkanir þurfi að taka mið af vexti í framleiðni vinnuafls.Rauður þráður í annarri stefnumótun „Skynsamleg atvinnustefna verður rauður þráður í annarri stefnumótun hins opinbera. Það myndi leiða sem dæmi til þess að menntastefnan styðji við nýsköpun í atvinnulífinu og að sýn stjórnvalda á loftlagsmál myndi skapa betri samfellu í öðrum málum. Stefnt er á að rafmagn muni í auknum mæli knýja bíla en til þess að það nái fram að ganga þarf að virkja í meiri mæli og styrkja flutningsnet fyrir raforku. Þannig væri unnið að samræmi í ólíkum málaflokkum svo að fjármunir nýtist á sem skilvirkastan hátt og dregið verði úr sóun. Eins og sakir standa er stefnumótun ríkisins ekki nægjanlega samhæfð,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Nú er rétti tíminn fyrir ríkið til að marka sér atvinnustefnu til langs tíma. Endurreisn efnahagslífsins er að baki og mikilvægt að líta fram á veginn til að efla samkeppnishæfni landsins sem bætir hag allra landsmanna. Önnur lönd vinna með þeim hætti um þessar mundir og stuðla að uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar. „Það mun reynast samfélaginu vel enda lyftast öll skip á flóðinu,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök iðnaðarins birta í dag skýrslu þar sem skyggnst er inn í framtíðina og gerðar tillögur að umbótum sem ráðast mætti í á næstu tveimur árum til þess að auka verðmætasköpun sem er grundvöllur að velferð og bættum lífsgæðum landsmanna. Sigurður segir að fjórir þættir skipti mestu fyrir samkeppnishæfni landa: Menntun, innviðir, nýsköpun og starfsumhverfi.Hlutfallslega færri vinnandi „Við skoðum hvernig hagkerfið gæti litið út árið 2050. Öldrun þjóðarinnar mun leiða til þess að færri verða á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara þegar fram í sækir. Í dag eru um fimm manns á vinnumarkaði fyrir hvern eldri borgara en þeir verða ekki nema þrír árið 2050 ef spáin rætist. Annars vegar munu færri hendur geta aðstoðað þá sem eldri eru og hins vegar verða færri hendur til að knýja áfram hagvöxt. Loftslagsmál eru annað dæmi um samfélagslega áskorun þar sem hugsa þarf málin upp á nýtt. Með nýsköpun og breyttri nálgun mun iðnaðurinn finna lausnir á þessum áskorunum. Þess vegna þarf að ýta undir nýsköpun og nýja hugsun til að leysa samfélagsleg viðfangsefni og skapa jafnframt hagvöxt. Það hefur okkur Íslendingum tekist vel á sviði orkunýtingar og með aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi og við höfum öll tækifæri til að endurtaka leikinn þegar kemur að öðrum viðfangsefnum,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn. Hagvöxtur síðustu aldar var knúinn áfram af náttúruauðlindum en í framtíðinni mun hugvit draga vagninn. „Það þarf sannarlega að hlúa að þeirri starfsemi sem nú er en jafnframt sjá til þess að hér rísi ný og öflug fyrirtæki sem eiga erindi á alþjóðlega markaði sem geti skapað gjaldeyristekjur og áhugaverð störf,“ segir hann og vekur athygli á að aukin fjölbreytni í atvinnulífi muni skapa aukinn stöðugleika í efnahagslífinu. Í skýrslunni er vakin athygli á fjölda atriða sem betur mættu fara, eins og að skattalega hvata fyrir rannsóknir og þróun þurfi að auka, skattar á fyrirtæki séu háir í alþjóðlegum samanburði, reglur séu íþyngjandi og óskilvirkar sem sé kostnaðarsamt fyrir atvinnulífið. Auk þess er bent á að efnahagslífið hafi einkennst af meiri óstöðugleika en annars staðar í hinum vestræna heimi. Styrkja þurfi umgjörð vinnumarkaðar og afnema höfrungahlaup. Launahækkanir þurfi að taka mið af vexti í framleiðni vinnuafls.Rauður þráður í annarri stefnumótun „Skynsamleg atvinnustefna verður rauður þráður í annarri stefnumótun hins opinbera. Það myndi leiða sem dæmi til þess að menntastefnan styðji við nýsköpun í atvinnulífinu og að sýn stjórnvalda á loftlagsmál myndi skapa betri samfellu í öðrum málum. Stefnt er á að rafmagn muni í auknum mæli knýja bíla en til þess að það nái fram að ganga þarf að virkja í meiri mæli og styrkja flutningsnet fyrir raforku. Þannig væri unnið að samræmi í ólíkum málaflokkum svo að fjármunir nýtist á sem skilvirkastan hátt og dregið verði úr sóun. Eins og sakir standa er stefnumótun ríkisins ekki nægjanlega samhæfð,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira