Fúsi opnar fiskbúð: „Þetta á vel við mann eins og mig sem kann ekki að þegja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 23:00 Fúsi hætti í handboltanum árið 2013 en er nú byrjaður á fullu í fiskinum. Mynd/Samsett Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“ Handbolti Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“
Handbolti Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent