Kína lögleiðir afurðir tígrisdýra og nashyrninga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 10:16 Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Getty/Chris Minihane Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018 Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018
Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19
Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40
Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45
Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59
Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38
Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46
Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51