Samviskubit Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. október 2018 09:30 „Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Blóðugt bit í samvisku, nú sekt er kennd af miklum krafti“ Á ferðalagi mínu undanfarna mánuði hafa ýmsar hindranir orðið í vegi mínum. Sálfræðingurinn minn sagði mér snemma í ferlinu að ég væri tillfinninga- og tengslaheppið barn, en að ég væri „algjört case“. Ég hló og hugsaði með sjálfum mér hvort það væru ekki dálitlar ýkjur. Vinnan hófst og þar með var ferðalagið hafið. Á yfirborðinu leit allt nokkuð vel út. Mér gekk vel í flestu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði ekki leiðst út í neitt rugl, og þar af leiðandi gaf ég mér að allt væri í lagi. Að ég væri alveg búinn að vinna úr mínu. Að ég væri hamingjusamur, eða allavega á góðri leið með að verða það. Að með tíð og tíma myndi ég eignast fjölskyldu og börn og þessi vanlíðan myndi heyra sögunni til. En undir yfirborðinu var mikil ólga. Íshellan sem þakti allt var orðin ansi þykk. Sólin sem skein undantekningalaust á yfirborðinu hélt í manni hitanum þrátt fyrir ískaldan klakann sem ég stóð á. Ískaldan raunveruleikann sem ég stóð á. Tilfinningarnar þeystust um í ókyrru vatninu undir ísnum og ómögulegt var að greina þær í sundur. Þegar ég hætti mér í undirdjúpin var það óbærilegt þar sem engin leið var að vita hvað þar væri að finna og dreif ég mig því fljótt aftur upp á yfirborðið. Þar sem ég náði andanum. Þar sem sólin skein. Þar sem ég hafði stjórnina. Þá fór ég að átta mig á því að sennilega hafði sálfræðingurinn rétt fyrir sér. Ég var „algjört case“. Það var ljóst frá upphafi að þetta yrði langt og strangt ferðalag. Hindranirnar sem hafa orðið í vegi mínum hafa verið mismiklar og miserfiðar. Sumar augljósar en aðrar ekki. Ein erfiðasta hindrunin hingað til, eitthvað sem ég á ennþá langt í land með, er samviskubitið sem hefur fylgt mér frá því mamma dó. Margir gætu spurt sig af hverju ég ætti að vera með samviskubit. Yfir hverju í ósköpunum? Mamma dó úr krabbameini, það er ekki eins og ég hafi getað gert mikið í því? Ég var bara 11 ára gamall, það var ekki eins og ég gæti vitað hvernig ég ætti að bregðast við þessu? Nei, ég gat ekkert gert í því og nei ég gat alls ekki vitað hvernig best væri að bregðast við. En það er hins vegar annað sem mér fannst ég geta gert. Sem mér fannst ég ekki vera að gera. Heilinn gerir allt til þess að sýna og sanna að við höfum rétt fyrir okkur. Það byrjar allt á einhverri hugmynd. Hugmyndinni er sáð líkt og um fræ væri að ræða. Hugmyndirnar sem ég sáði voru þær að mér fannst ég ekki hugsa nægilega mikið til mömmu. Mér fannst ég eiga að gráta meira. Því meira sem ég ræktaði þessar hugmyndir, og aðrar, því sterkari og stærri urðu þær. Svo sterkar og stórar að ég hafði sannfært sjálfan mig um að ég hafi ekki elskað hana nógu mikið. Að ég hafi ekki átt hana skilið. Að hún myndi skammast sín fyrir mig væri hún á lífi. Í hvert skipti sem ég hugsaði til mömmu fannst mér að það væri allt of langt síðan ég hugsaði til hennar síðast. Og af hverju var ég ekki grátandi? Þar til ég gerði ekki annað en að brjóta sjálfan mig niður fyrir það að hugsa ekki til hennar öllum stundum. Að gráta ekki í hvert skipti sem ég heyrði á hana minnst. Samviskubitinu fylgdi mikil sjálfsgagnrýni. Ég var ekki nægilega sterkur til að höndla þetta. Hvaða væl var þetta? Þetta var vítahringur sem ég gat ekki komist út úr. Sama hvað ég reyndi þá hugsaði ég ekki nóg til hennar. Sama hvað ég reyndi þá var það ljóst að ég elskaði hana ekki nóg. Þá var ekkert eftir. Það var ekkert eftir annað en að gefast upp. Breyta um stefnu. Hætta alfarið að hugsa til hennar. Og það gerði ég. Þar til að sálfræðingurinn minn sagði mér að ég væri „algjört case“. Þar til að hún sagði mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Þar til að ég sagði sjálfum mér að það væri allt í lagi að vera „algjört case“. Samviskubit. Bit í samvisku okkar. Þetta er ofboðslega hlaðið orð og það er mikilvægt að átta sig á því hvað það getur þýtt. Það getur heltekið mann með tilheyrandi niðurbroti. Það getur eyðilagt drauma manns. Það koma upp alls konar hugsanir og pælingar á erfiðum tímum og ef maður hugsar þær allar í hljóði þá getur enginn brugðist við. Þá er enginn til þess að segja manni að það sé allt í lagi. Að ekkert sé óeðlilegt. Þess vegna eigum við að vera óhrædd að segja frá og opna okkur. Sama hvað það er. Þannig að það bíti ekki eitthvað í sífellu í samvisku okkar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun