Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Halla við opnun nýja staðarins í Leifsstöð. Hún byrjaði smátt fyrir fimm árum en rekur nú tvo veitingastaði. „Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira