Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. október 2018 11:21 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Baldri Kolbeinssyni og Trausta Rafni Henrikssyni, sem ákærðir eru fyrir að hafa ráðist á Houssin Bsraoi, ungan hælisleitenda og samfanga sinn á Litla-Hrauni í janúar á þessu ári er gefin að sök sérstaklega hættuleg líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá því fyrir viku síðan að Baldur og Trausti Rafn hefðu verið ákærðir en þá hafði þeim ekki verið birt ákæran. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, er verknaðinum lýst. Eiga Baldur og Trausti að hafa veist að Houssin í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Þar hafi Trausti Rafn kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, tekið hann hálstaki, sparkað með fótum og hnjám nokkrum sinnum í líkama og að minnsta kosti einu sinni í höfuð þegar Houssin sat á gólfinu.Var illa marinn og tennur losnuðu Baldur á að hafa kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað með hnjám í líkama hans, tekið hann hálstaki, snúið hann niður í gólfið og stappað á og kýlt tvívegis í líkama Houssins. Eftir að hann lenti aftur í gólfinu á Baldur að hafa reynt að girða niður um hann buxurnar, sest klofvega yfir hann og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan á Trausti Rafn að hafa stappað þrisvar á höfði Houssins og sparkað einu sinni í höfuð hans. Af þessu hafi Houssin hlotið mar og húðáverka yfir báðum kinnbeinum, enni og á gagnauganu hægra megin, bólgu í nefi, bólgu og húðáverka á vörum, mar, húðáverka og bólgur á vinstri hendi, úlnlið og við olnbogann, væga húðáverka á hægri hendi kúlu á hnakka, heilahristing, mar á hægra eyra og mar og eymsli á vinstri hlið brjóstkassa auk þess sem tvær tennur í efri góm hans losnuðu. Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var fluttur úr landi til Marokkó. Kastaði stól í fangavörð Auk þessa er Trausti Rafn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sunnudaginn 4. Desember 2016 kastað stól í fangavörð í sameiginlegu rými fanga og síðar hrækt í andlegg hans. Hlaut fangavörðurinn af þessu marbletti. Bæði Baldur og Trausti Rafn eiga nokkurn sakaferil að baki og hefur Baldur ítrekað gerst sekur um ofbeldi gagnvart samföngum sínum á Litla-Hrauni
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39 Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40 Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00 Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir að Houssin eigi ekki heima innan um harðsvíraða glæpamenn Inga Rún Sigfúsdóttir yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð segir að búið sé að margbrjóta á mannréttindum Houssin sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Litla Hrauni. 26. janúar 2018 08:39
Segja Houssin enn eitt fórnarlamb skilningsleysis þeirra sem bera ábyrgð á málefnum flóttafólks Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fordæma vinnubrögð við brottvísun umsækjenda um alþjóðlega vernd í tilkynningu sem þau sendu frá sér í kvöld. 21. febrúar 2018 20:40
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Hælisleitandinn sem varð fyrir árás á Litla-Hrauni fluttur úr landi Ungur hælisleitandi, Houssin Bsraoi, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð var í gær fluttur úr landi. 21. febrúar 2018 19:00
Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Hún segir það vera galið fyrirkomulag að sé hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. 22. febrúar 2018 14:50