Ritstjóri Stundarinnar kemur ritstjóra Markaðarins til varnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2018 15:39 Jón Trausti Reynisson er annar tveggja ritstjóra Stundarinnar. Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins og Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, kemur Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Tilefni skrifanna er færsla sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á sinni Facebook-síðu í gær um leiðara sem Hörður skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag. Leiðarinn bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallaði um kröfur Starfsgreinasambandsisn og VR í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í leiðaranum sagði Hörður að kröfum félaganna yrði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika.“Góður málstaður stéttarfélaga en tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns Sólveig Anna sagði í færslu sinni á Facebook í gær að „fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ Þá sagði hún stemninguna í herbúðum „óvina vinnandi stétta“ ótrúlega og sagði Herði sigað á verkafólk af húsbónda sínum. Jón Trausti segir í færslu sinni að stéttarfélögin hafi góðan málstað eftir miklar launahækkanir ráðamanna og forstjóra, miklar hækkanir á húsnæðismarkaði, lægri bótagreiðslur og ömurlega stöðu lágtekjufólks. „En það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, er ekkert sem staðfestir að hann sé „handbendi“ eða stýrist beint af einhverjum „húsbónda“. Hann kann að hafa sínar skoðanir og hans skoðunum getum við verið ósammála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera beinlínis í duldum hagsmunaárekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður augljóslega gert margt gott og mikilvægt í blaðamennsku, til dæmis afhjúpað svívirðilegar bónusgreiðslur,“ segir Jón Trausti.Ekki neinn sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri Hann rifjar síðan upp að Björn Ingi Hrafnsson sem var ritstjóri Markaðarins frá apríl 2008 til janúar 2009 „hafði þegið hundruð milljóna króna í kúlulánum til að kaupa í Kaupþingi og Exista, með veði í bréfunum, og skrifaði svo viðtal við bankastjórann um ósanngjarnar árásir á bankann. Ég veit ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri. Við þurfum að gera greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Og í því tilfelli er tilvalið að svara viðkomandi efnislega, ráðast á rökin og sannreyna fullyrðingar, frekar en að reyna að koma á stigmagnandi og pólaríserandi umræðutaktík skotgrafanna, þar sem aðrir eru einfaldlega „óvinir“ eða „handbendi“. Ef við innleiðum almennt orðræðutaktík með „ad hominem“ árásir á meinta andstæðinga - fólk af annarri skoðun - sem er nánast afmennskað, „holir menn“ - getur samfélagslegi skaðinn orðið á dýpri skala en efnahagslegt verðbólguskot,“ segir í færslu Jóns Trausta sem sjá má í heild sinni hér. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, kemur Herði Ægissyni, ritstjóra Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Segir Jón Trausti að gera verði greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða þegar okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Tilefni skrifanna er færsla sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birti á sinni Facebook-síðu í gær um leiðara sem Hörður skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag. Leiðarinn bar yfirskriftina „Stærsta ógnin“ og fjallaði um kröfur Starfsgreinasambandsisn og VR í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Í leiðaranum sagði Hörður að kröfum félaganna yrði ekki lýst öðruvísi en sem „sturluðum“ og „í engum takti við efnahagslegan veruleika.“Góður málstaður stéttarfélaga en tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns Sólveig Anna sagði í færslu sinni á Facebook í gær að „fyrirlitningin og andúðin á verkafólki og þeim sem strita fyrir lægstu launin sem frussast á okkur af síðum Fréttablaðsins er með ólíkindum...“ Þá sagði hún stemninguna í herbúðum „óvina vinnandi stétta“ ótrúlega og sagði Herði sigað á verkafólk af húsbónda sínum. Jón Trausti segir í færslu sinni að stéttarfélögin hafi góðan málstað eftir miklar launahækkanir ráðamanna og forstjóra, miklar hækkanir á húsnæðismarkaði, lægri bótagreiðslur og ömurlega stöðu lágtekjufólks. „En það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, er ekkert sem staðfestir að hann sé „handbendi“ eða stýrist beint af einhverjum „húsbónda“. Hann kann að hafa sínar skoðanir og hans skoðunum getum við verið ósammála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera beinlínis í duldum hagsmunaárekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður augljóslega gert margt gott og mikilvægt í blaðamennsku, til dæmis afhjúpað svívirðilegar bónusgreiðslur,“ segir Jón Trausti.Ekki neinn sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri Hann rifjar síðan upp að Björn Ingi Hrafnsson sem var ritstjóri Markaðarins frá apríl 2008 til janúar 2009 „hafði þegið hundruð milljóna króna í kúlulánum til að kaupa í Kaupþingi og Exista, með veði í bréfunum, og skrifaði svo viðtal við bankastjórann um ósanngjarnar árásir á bankann. Ég veit ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri. Við þurfum að gera greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Og í því tilfelli er tilvalið að svara viðkomandi efnislega, ráðast á rökin og sannreyna fullyrðingar, frekar en að reyna að koma á stigmagnandi og pólaríserandi umræðutaktík skotgrafanna, þar sem aðrir eru einfaldlega „óvinir“ eða „handbendi“. Ef við innleiðum almennt orðræðutaktík með „ad hominem“ árásir á meinta andstæðinga - fólk af annarri skoðun - sem er nánast afmennskað, „holir menn“ - getur samfélagslegi skaðinn orðið á dýpri skala en efnahagslegt verðbólguskot,“ segir í færslu Jóns Trausta sem sjá má í heild sinni hér.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02 Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Formaður Eflingar: „Megi þá helvítis byltingin lifa“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, lætur Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, heyra það í ítarlegum pistli sem hún skrifaði. 21. október 2018 22:02
Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu. 20. október 2018 19:30