Fjármálaráðuneytið sagt hafa eytt milljörðum í Bitcoin-fyrirtæki í falsfrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2018 13:30 Íslenska fjármálaráðuneytið kaupir nýtt nýsköpunarfyrirtæki og segir að "þetta er þar sem framtíðin liggur“ segir í fyrirsögn falsfréttarinnar. Mynd/Skjáskot. „Fjármálaráðuneyti Íslands er nýbúið að fjárfesta helmingi auðæfa sinna í nýtt verkefni sem ríkisstjórnin telur að muni móta framtíð fjármálaheimsins“. Á þessum orðum hefst frétt sem látin er líta út fyrir að hafa verið birt á tæknivef CNN í gær. Þegar betur er að gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk, enda tæknivefur CNN ekki til sem sérvefur, heldur aðeins sem undirvefur á viðskiptavef CNN.Þá er slóðin in á fréttina sjálf allt önnur en hefbundin slóð á vef CNN. Auk þess er rætt við mann að nafni Jeremy Piven í fréttinni, og hann sagður vera umsjónarmaður menningarumfjöllunar CNN. Piven er hins vegar líklega best þekktur fyrir leik sinn sem Ari Gold í sjónvarpsþáttunum Entourage.Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim.Jeremy Piven, hér fyrir miðju, er þekktari fyrir leiklist, fremur en umsjón með menningarumfjöllun CNN.Mynd/HBOSamkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu á þessi frétt ekki við rök að styðjast og ráðuneytið hefur því ekki keypt nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution á 100 milljónir dollara. Í fréttinni er almenningi boðið að taka þátt í fyrirtækinu og það eina sem til þess þurfi sé að smella á tengil inn í fréttinni. Líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða. Fréttin er sú nýjasta í röð falsfrétta sem tengist Íslandi og Bitcoin. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagður hafa auðgast mjög á Bitcoin, sem og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og viðskiptamaður. Þá hermdu einhverjir óprúttnir aðilar eftir útliti Viðskiptablaðsins og birtu falsfréttir þar sem andlit og nöfn mismunandi þjóðþekktra Íslendinga á borð við Björgólfs Thors Björgólfssonar, Eggerts Magnússonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Björgólfs Guðmundssonar og Rúnars Freys Gíslasonar voru notuð og þeir sagðir geta sýnt lesendum hvernig hægt væri að græða milljónir á Bitcoin.Fyrr á árinu varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við falsfréttasvindli á borð við það sem virðist vera á ferðinni hér. Í tilkynningu lögreglu sagði að svindl fyrirtækjanna fælist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hyrfu peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Rafmyntir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Fjármálaráðuneyti Íslands er nýbúið að fjárfesta helmingi auðæfa sinna í nýtt verkefni sem ríkisstjórnin telur að muni móta framtíð fjármálaheimsins“. Á þessum orðum hefst frétt sem látin er líta út fyrir að hafa verið birt á tæknivef CNN í gær. Þegar betur er að gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk, enda tæknivefur CNN ekki til sem sérvefur, heldur aðeins sem undirvefur á viðskiptavef CNN.Þá er slóðin in á fréttina sjálf allt önnur en hefbundin slóð á vef CNN. Auk þess er rætt við mann að nafni Jeremy Piven í fréttinni, og hann sagður vera umsjónarmaður menningarumfjöllunar CNN. Piven er hins vegar líklega best þekktur fyrir leik sinn sem Ari Gold í sjónvarpsþáttunum Entourage.Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim.Jeremy Piven, hér fyrir miðju, er þekktari fyrir leiklist, fremur en umsjón með menningarumfjöllun CNN.Mynd/HBOSamkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu á þessi frétt ekki við rök að styðjast og ráðuneytið hefur því ekki keypt nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution á 100 milljónir dollara. Í fréttinni er almenningi boðið að taka þátt í fyrirtækinu og það eina sem til þess þurfi sé að smella á tengil inn í fréttinni. Líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða. Fréttin er sú nýjasta í röð falsfrétta sem tengist Íslandi og Bitcoin. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagður hafa auðgast mjög á Bitcoin, sem og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og viðskiptamaður. Þá hermdu einhverjir óprúttnir aðilar eftir útliti Viðskiptablaðsins og birtu falsfréttir þar sem andlit og nöfn mismunandi þjóðþekktra Íslendinga á borð við Björgólfs Thors Björgólfssonar, Eggerts Magnússonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Björgólfs Guðmundssonar og Rúnars Freys Gíslasonar voru notuð og þeir sagðir geta sýnt lesendum hvernig hægt væri að græða milljónir á Bitcoin.Fyrr á árinu varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við falsfréttasvindli á borð við það sem virðist vera á ferðinni hér. Í tilkynningu lögreglu sagði að svindl fyrirtækjanna fælist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hyrfu peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað.
Rafmyntir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34
Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15