Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 11:34 Skjáskot af falsfrétt um Ólaf Jóhann Ólafsson. Falsfréttinni er ætlað að hafa fé af grandalausum Íslendingum. Vísir/Skjáskot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar. Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikamyllum sem auglýsa starfsemi sína nú í auknum mæli á samfélagsmiðlum og í gegnum falsfréttir sem líta gjarnan sannfærandi út. Svindlararnir eru oft með skráða starfsemi á Kyrrahafseyjum og erfitt getur reynst að endurheimta peninga, láti maður ginnast af gylliboðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum, sem virðast oft birtast á vefsíðum þekktra miðla. Fyrirtækin eru mörg auk þess með þjónustuborð og hafa einhverjir fengið símtöl frá „miðlurum“ sem lofa undraverðum árangri í fjármálunum.Sjá einnig: Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Í gær greindi Vísir frá falsfrétt þar sem Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga en með því að nota þekkta einstaklinga úr þjóðfélaginu á borð við Ólaf ljá svikafyrirtækin auglýsingum sínum trúverðugleika. Þá notaði sambærilegt fyrirtæki Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, í sama tilgangi á síðasta ári.Hér er dæmi um aðra falsfrétt sem höfða á til íslenskra lesenda.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinuPeningarnir hverfa fljótt Í tilkynningu lögreglu segir að svindl fyrirtækjanna felist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hverfa peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Svo hringi téðir miðlarar aftur og bjóði upp á frekari gróðatækifæri gegn því að fólk leggi meira fé inn á reikninga fyrirtækisins. Fyrirtækin starfa auk þess utan starfsviðið fjármálaeftirlits og starfsemi þeirra oft skráð á Kyrrahafseyjum á borð við Vanúatú. Erfitt getur reynst Það fer að verða mjög erfitt að reyna að endurheimta peninga sína frá slíkum stöðum. Þá hafa einnig borist vísbendingar um kortamisferli tengd starfseminni en lögregla mælist til þess að fólk falli ekki fyrir gylliboðum svindlaranna og fari varlega með allar kortaupplýsingar.
Facebook Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15